Erlent

Afhöfðaði stúlkuna til að hefna fyrir loftárásir Rússa í Sýrlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan, sem heitir Gulchekhra Bobokulova, er 38 ára gömul og kemur frá Úsbekistan.
Konan, sem heitir Gulchekhra Bobokulova, er 38 ára gömul og kemur frá Úsbekistan. vísir/epa
Kona sem grunuð er um að hafa myrt fjögurra ára stúlku í Rússlandi með því að afhöfða hana segist hafa gert það til að hefna fyrir loftárásir Rússa í Sýrlandi.

Konan, sem heitir Gulchekhra Bobokulova, er 38 ára gömul og kemur frá Úsbekistan. Til hennar sást fyrir utan lestarstöð í Moskvu á mánudag þar sem hún gekk um með barnshöfuð en hún var barnfóstra stúlkunnar.

Bobokulova kom fyrir rétt í gær og sagði fréttamönnum þá að Allah hefði skipað henni að drepa stúlkuna. Í myndbandi sem síðan hefur farið í umferð á internetinu sést konan einnig tjá sig um morðið og nefnir þar sérstaklega Vladimir Pútín, Rússlandsforseta.

„Ég er að hefna mín á þeim sem hafa úthellt blóði. Pútín hefur úthellt blóði og fyrirskipað sprengjuárásir. Af hverju er verið að drepa múslima? Þeir vilja líka lifa,“ segir Bobokulova í myndbandinu.

Vitni hafa sagt að þar sem hún gekk um götur Moskvu með höfuð stúlkunnar hafi hún hrópað slagorð öfgafullra íslamista en lögreglan telur hana ekki tengjast neinum hryðjuverkahópum. Hins vegar er talið að hún eigi við geðræn vandamál að stríða og verður hún látin sæta geðmati vegna rannsóknar málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×