Hodgson útilokar ekki að taka Rashford með á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 08:00 Marcus Rashford er aðeins búinn að spila þrjá leiki fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30