Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 10:30 Marcus Rashford er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15
Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59
Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00