Erlent

Stöðvuðu herbúninga sem flytja átti til Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Policia Nacional
Lögregla á Spáni stöðvuðu nýverið smygl á um tuttugu þúsund herbúningum í felulitum til Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Smyglvarningnum hafði verið komið fyrir inn um hjálpargögn sem senda átti til landsins stríðshjáða.

Búningarnir fundust við hefðbundna skoðun í Valencia og Algeciras, samkvæmt frétt Independent.

Auk vígamanna ISIS áttu meðlimir Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi, að fá búninga. Á skjölum með gámunum áttu föt sem höfðu verið gefin að vera í þeim. Lögreglan segir gámana ekki hafa verið senda frá Spáni en neita að gefa upp upprunaland þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×