Erlent

Fellibylurinn Winston veldur usla á Fiji-eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Óveðrið hefur raskað flugsamgöngum og er útgöngubann í gildi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Óveðrið hefur raskað flugsamgöngum og er útgöngubann í gildi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Að minnsta kosti einn maður er látinn eftir að þak hrundi á Fiji en öflugur fellibylur gengur nú yfir Fiji eyjarnar í Kyrrahafi.

Fellibylurinn er fimmta stigs fellibylur og hefur hann fengið nafnið Winston. Hann ku vera næstöflugasti fellibylurinn til að herja á Fiji-eyjar.

Vindur hefur farið upp í rúmlega 90 metra á sekúndu og hefur ölduhæð farið í tólf metra.

Óveðrið hefur raskað flugsamgöngum og er útgöngubann í gildi. Reiknað er með að lægi nokkuð á morgun.

Winston hefur nú þegar gengið yfir nokkrar af smærri eyjum Fiji, en ekki liggur fyrir um umfang tjónsins þar að svo stöddu.

Búist er við höfuðborgin Suva sleppi hlutfallslega nokkuð vel, en reiknað er með að margir ferðamannastaðir verði illa úti.

Um 900 þúsund manns búa á Fiji.

Very rough winds in Taveuni at 9.20am Saturday 20 February 2016. I think it will get worse than this.

Posted by Delailovu Vat on Friday, 19 February 2016

Some boats gone down already

Posted by Fiji Tattoo on Friday, 19 February 2016

@945am coral coast

Posted by Angie Saladine on Friday, 19 February 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×