Erlent

Boris vill að Bretar yfirgefi ESB

Boris Johnson tilkynnti um ákvörðun sína fyrir utan heimili sitt í London.
Boris Johnson tilkynnti um ákvörðun sína fyrir utan heimili sitt í London. Vísir/AFP
Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. Yfirlýsing Johnson er talin reiðarslag fyrir David Cameron forsætisráðherra sem fékk í gegn breytingar á samningi Breta við ESB og ætlar að tala fyrir áframhaldandi veru þeirra innan sambandsins.

Johnson, sem af mörgum er talinn líklegur til að verða næsti formaður Íhaldsflokksins breska, segist ánægður með breytingarnar sem Cameron hafi fengið í gegn, en að þær séu ekki nægilega miklar til að þær breyti áliti hans á sambandsaðild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×