Erlent

ISIS lýsir ábyrgð á mannskæðum árásum í Sýrlandi

Tugir eru látnir eftir röð sprengjuárása í borgunum Homs og Damaskus.
Tugir eru látnir eftir röð sprengjuárása í borgunum Homs og Damaskus. Vísir/AFP
ISIS hafa lýst ábyrgð sinni á mannskæðum sjálfsmorðssprengjuárásum sem gerðar voru í borgunum Damaskus og Homs í Sýrlandi í gær.

Að minnsta kosti 140 manns liggja í valnum. Fjórar sprengjur sprungu í hverfi einu í Damaskus þar sem áttatíu og þrír fórust og í Homs féllu 57 þegar tvær bílsprengjur sprungu á sama tíma.

Í báðum tilvikum voru árásirnar gerðar í hverfum fólks úr minnihlutahópum sem ISIS samtökin fyrirlíta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×