Formannskjöri og landsfundi Samfylkingarinnar flýtt fram í júní Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 18:41 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“ Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“
Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13
Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59