Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:13 Ólína segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira