Erlent

Cameron mættur til Brussel til að ræða breytta aðildarskilmála Breta

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron fundaði með Martin Schultz, forseta Evrópuþingsins, í morgun.
David Cameron fundaði með Martin Schultz, forseta Evrópuþingsins, í morgun. Vísir/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er mættur til Brussel þar sem hann vonast til að tryggja stuðning við breytta aðildarskilmála Bretlands.

Tveggja daga leiðtogafundur sambandsins hefst á fimmtudag, en þangað til mun Cameron eiga fundi með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og háttsettum Evrópuþingmönnum.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagði í gær að samningaviðræðurnar við bresk stjórnvöld væru á tvísýnum tímapunkti og varaði við að raunveruleg hætta væri á að Bretar myndu yfirgefa sambandið.

Í frétt BBC kemur fram að margir telji samningsdrög ESB og Breta ganga of langt, þeirra á meðal Frakkar, og mætti Cameron til Parísar í gærkvöld til að ræða við franska ráðamenn.

Breski forsætisráðherrann hefur heitið því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild Bretlands fyrir árslok 2017.


Tengdar fréttir

Óttast upplausn Evrópusambandsins

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, óttast upplausn sambandsins vegna mögulegrar brottgöngu Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×