Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðild Breta gæti farið fram í sumar

Heimir Már Pétursson skrifar
Donald Tusk  og  David Cameron.
Donald Tusk og David Cameron. Vísir/EPA
Forsætisráðherra Bretlands er vongóður um að samkomulag takist við Evrópusambandið fyrir lok þessa mánaðar um breytingar á aðildarsáttmála sambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Breta í sambandinu gæti farið fram strax í júní á þessu ári.

Donald Tusk forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins birti í dag á Twitter síðu sinni tillögur sem snerta alla fjóra þættina í kröfum Breta um breytingar á aðildarsáttmála þeirra við sambandið, eftir að hafa fundað með David Cameron forsætisráðherra Bretlands undanfarna daga.

Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir að Bretar geti fellt niður greiðslur eins og atvinnuleysisbætur úr velferðarkerfinu til innflytjenda frá Evrópusambandinu næstu fjögur árin,  að að því gefnu að áframhaldandi aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi. Nú er sagt að hún geti jafnvel átt sér stað í júní en áður hafði verið miðað við að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram á næsta ári.

„Það var svo margt af þessu sem mér var sagt að væri ekki hægt. Ég sagðist vilja kerfi rauðra spjalda svo þjóðþingin gætu stöðvað lagasetningu. Það var sagt að það fengist ekki. En það er þarna í skjalinu. Það var sagt að það fengist ekki í gegn að fólk þyrfti að bíða í fjögur ár bætur í Bretlandi. Það er þarna í skjalinu,“ sagði Cameron í dag. En hann hefur verið gagnrýndur af stjórnarandstöðunni í Bretlandi fyrir að fresta því til morguns að kynna tillögurnar fyrir þinginu.

„Okkur hefur orðið vel ágengt en það er meiri vinna fram undan, það þarf að negla niður fleiri atriði. En við sögðumst þurfa að ná árangri á fjórum lykilsviðum. Þetta skjal sýnir mikinn  árangur í þeim málum,“ segir David Cameron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×