Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 11:19 Noel var í ævintýraleit og hann fann ævintýri strax á fyrsta degi. Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent