Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 09:40 Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. Vísir/Stefán „Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43