Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 16:03 Steiktar krybbur þykja herramannsmatur víða um heim, en ekki er hefð fyrir skordýraáti í Evrópu. Vísir/Getty Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum. Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum.
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56