Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 16:03 Steiktar krybbur þykja herramannsmatur víða um heim, en ekki er hefð fyrir skordýraáti í Evrópu. Vísir/Getty Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum. Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum.
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56