Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 16:03 Steiktar krybbur þykja herramannsmatur víða um heim, en ekki er hefð fyrir skordýraáti í Evrópu. Vísir/Getty Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum. Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum.
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56