Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 09:56 Jungle Bar var í sölu í Hagkaupum í fjóra daga áður en Stefán og félagar þurftu að kippa því úr hillum. Vísir „Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“ Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30