Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 15:24 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins. vísir/stefán Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44