Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 15:24 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins. vísir/stefán Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44