Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:08 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45
Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45
John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45