Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:08 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45
Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45
John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45