Danska flóttamannafrumvarpið: Fá 92 aura í vasapening á dag Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2016 10:21 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra segist ánægður með frumvarpið og segir það "það misskildasta í sögu Danmerkur“. Vísir/AFP Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira