Danska flóttamannafrumvarpið: Fá 92 aura í vasapening á dag Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2016 10:21 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra segist ánægður með frumvarpið og segir það "það misskildasta í sögu Danmerkur“. Vísir/AFP Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira