Danska flóttamannafrumvarpið: Fá 92 aura í vasapening á dag Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2016 10:21 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra segist ánægður með frumvarpið og segir það "það misskildasta í sögu Danmerkur“. Vísir/AFP Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira