Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 10:45 Robert "LaVoy“ Finicum, talsmaður hópsins er sagður hafa látið lífið í átökum við lögreglu. Vísir/Getty Lögregluþjónar handtóku í nótt sjö leiðtoga hústökumannanna í Oregon. Búgarðseigandinn Robert Finicum féll þegar til skotbardaga kom á milli mannanna og lögreglu, en hann var talsmaður hópsins sem lagði undir sig opinbert húsnæði friðlands fyrir tæpum mánuði. Lögreglan stöðvaði mennina þegar þeir voru á leið á íbúafund í bænum John Day þar sem þeir ætluðu að ræða við íbúa um stór landsvæði sem ríkið á á svæðinu. Dóttir Finicum staðfesti að hann hefði látið lífið í samtali við Oregonian. „Hann myndi aldrei vilja meiða neinn, en hann trúði á það að vernda frelsi og vissi hvaða áhættu það fæli í sér,“ sagði Arianna Finicum Brown. Leitogi hópsins, Ammon Bundy, er meðal þeirra sjö sem voru handteknir og bróðir hans Ryan særðist í átökum við lögreglu. Degi áður en Robert Finicum féll ræddi hann við blaðamenn Oregonian um aukna spennu á milli lögreglumanna og hústökumannanna. Myndbandið má sjá hér.Enn eru vopnaðir menn í skrifstofuhúsnæði friðlandsins og segjast þeir tilbúnir til að verja sig. Ekki liggur þó fyrir hve margir eru þar og er ljóst að einhverjir hafi yfirgefið svæðið. Lögreglan hefur sett upp vegatálma og umkringt skrifstofurnar. Lögreglan hafði í ekki gripið til aðgerða gegn hópnum i 25 daga en þrýstingur hafði aukist undanfarna daga á að lögreglan myndi láta til skara skríða. Meðlimir hópsins eru að mestu aðkomumenn og hafa íbúar nærliggjandi bæja gert ljóst að þeir styddu ekki hópinn. Ammon Bundy hafði sagt að markmið hópsins væru í raun tvö. Annað væri að ríkisstjórn Bandaríkjanna léti af stjórn sinni á friðlandinu og landið yrði gefið til heimamanna. Þeir gætu nýtt það til timburframleiðslu, sem beitiland eða grafið eftir málmum.Meðlimir hústökuhópsins voru vel vopnaðir.Vísir/GettyHitt væri að fangelsisdómar yfir feðgunum Dwight og Steven Hammond verði mildaðir. Þeir voru nýverið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að kveikja í landi ríkisins í Oregon. Það gerðist árið 2001. Feðgarnir héldu því fram að þeir hefðu kveikt elda á sínu landi meðal annars til að sporna gegn ágengum plöntum. Saksóknarar sögðu hins vegar að eldarnir hefðu verið kveiktir til þess að fela vegsummerki um veiðiþjófnað þeirra. Þeir hafa gefið út að þeir styðji ekki aðgerðir hópsins í Oregon. Um 300 manns mótmæltu handtöku feðganna í bænum Burns á nýársdag. Hluti þessa hóps sleit sig þó frá mótmælunum og keyrðu að friðlandinu. Starfsmönnum þess hafði verið skipað að halda sig heima þann dag, þar sem grunur lék á að eitthvað álíka gæti gerst. Ammon Bundy hefur sagt að yfirtakan hafi verið skipulögð um langt tímabil.Ammon Bundy var helsti leiðtogi mannanna í Oregon.Vísir/GettyBundy bræðurnir eru frá Nevada, þar sem fjölskylda þeirra hefur áður deilt við lögreglu og sett út á meðferð hins opinbera á landi í vesturhluta Bandaríkjanna. Þá ætluðu yfirvöld að leggja hald á búfénað Cliven Bundy, föður Ammon og Ryan, þar sem hann skuldaði rúmlega milljón dala vegna gjalda og sekta fyrir að hafa beitt fénu á landi ríkisins í rúm 20 ár. Cliven neitaði að viðurkenna að ríkið eigi landið, sem var friðarland fyrir eyðimerkurskjaldböku sem er í útrýmingarhættu. Meðlimir vopnaðra hópa, e. militias, gengu til liðs við fjölskylduna og kom til spennuþrungins umsáturs nærri landareign Bundy fjölskyldunnar. Bundy fjölskyldan fékk stuðning víða að sem fór þó um þúfur skömmu eftir að umsátrinu lauk. Cliven hélt þá ræðu fyrir stuðningsmenn sína þar sem hann kvartaði meðal annars yfir yfirgangi stjórnvalda og fóstureyðingum og velti því fyrir sér hvort að þeldökkir íbúar Bandaríkjanna væru ef til vill betur komnir í dag ef þrælahald hefði aldrei verið afnumið. Ræðu Bundy má sjá hér að neðan.Vopnaðir hópar, e. militias, hafa veitt hústökumönnunum stuðning pg sent þeim byrgðir. Eftir að handtökurnar fór fram hefur verið kallað eftir því að þeir hópist til Oregon og komi þeim til hjálpar. Lögreglan hefur tilkynnt þeim sem enn halda til í friðlandinu að þeim sé frjálst að fara. Einhverjir hafa tekið boðinu en þeir eru fáir. Einn þeirra sem fóru sagði að þeir sem eftir væru hafi ákveðið að halda kyrru fyrir. Því er ljóst að umsátrið heldur áfram um tíma nema lögreglan ráðist til atlögu.Tweets about #OregonUnderAttack AND #OregonStandoff Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Viðræður hafnar við húsatökumennina í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga mannanna í klukkutíma í dag. 21. janúar 2016 23:17 Hústökumaður í Oregon skoraði á Chris Christie í súmóglímu Vinni Christie eina lotu muni hústökumennirnir yfirgefa skrifstofur dýraathvarfs sem þeir hafa nú haldið í tæpan mánuð. 26. janúar 2016 15:42 Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum. 27. janúar 2016 07:10 Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Lögregluþjónar handtóku í nótt sjö leiðtoga hústökumannanna í Oregon. Búgarðseigandinn Robert Finicum féll þegar til skotbardaga kom á milli mannanna og lögreglu, en hann var talsmaður hópsins sem lagði undir sig opinbert húsnæði friðlands fyrir tæpum mánuði. Lögreglan stöðvaði mennina þegar þeir voru á leið á íbúafund í bænum John Day þar sem þeir ætluðu að ræða við íbúa um stór landsvæði sem ríkið á á svæðinu. Dóttir Finicum staðfesti að hann hefði látið lífið í samtali við Oregonian. „Hann myndi aldrei vilja meiða neinn, en hann trúði á það að vernda frelsi og vissi hvaða áhættu það fæli í sér,“ sagði Arianna Finicum Brown. Leitogi hópsins, Ammon Bundy, er meðal þeirra sjö sem voru handteknir og bróðir hans Ryan særðist í átökum við lögreglu. Degi áður en Robert Finicum féll ræddi hann við blaðamenn Oregonian um aukna spennu á milli lögreglumanna og hústökumannanna. Myndbandið má sjá hér.Enn eru vopnaðir menn í skrifstofuhúsnæði friðlandsins og segjast þeir tilbúnir til að verja sig. Ekki liggur þó fyrir hve margir eru þar og er ljóst að einhverjir hafi yfirgefið svæðið. Lögreglan hefur sett upp vegatálma og umkringt skrifstofurnar. Lögreglan hafði í ekki gripið til aðgerða gegn hópnum i 25 daga en þrýstingur hafði aukist undanfarna daga á að lögreglan myndi láta til skara skríða. Meðlimir hópsins eru að mestu aðkomumenn og hafa íbúar nærliggjandi bæja gert ljóst að þeir styddu ekki hópinn. Ammon Bundy hafði sagt að markmið hópsins væru í raun tvö. Annað væri að ríkisstjórn Bandaríkjanna léti af stjórn sinni á friðlandinu og landið yrði gefið til heimamanna. Þeir gætu nýtt það til timburframleiðslu, sem beitiland eða grafið eftir málmum.Meðlimir hústökuhópsins voru vel vopnaðir.Vísir/GettyHitt væri að fangelsisdómar yfir feðgunum Dwight og Steven Hammond verði mildaðir. Þeir voru nýverið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að kveikja í landi ríkisins í Oregon. Það gerðist árið 2001. Feðgarnir héldu því fram að þeir hefðu kveikt elda á sínu landi meðal annars til að sporna gegn ágengum plöntum. Saksóknarar sögðu hins vegar að eldarnir hefðu verið kveiktir til þess að fela vegsummerki um veiðiþjófnað þeirra. Þeir hafa gefið út að þeir styðji ekki aðgerðir hópsins í Oregon. Um 300 manns mótmæltu handtöku feðganna í bænum Burns á nýársdag. Hluti þessa hóps sleit sig þó frá mótmælunum og keyrðu að friðlandinu. Starfsmönnum þess hafði verið skipað að halda sig heima þann dag, þar sem grunur lék á að eitthvað álíka gæti gerst. Ammon Bundy hefur sagt að yfirtakan hafi verið skipulögð um langt tímabil.Ammon Bundy var helsti leiðtogi mannanna í Oregon.Vísir/GettyBundy bræðurnir eru frá Nevada, þar sem fjölskylda þeirra hefur áður deilt við lögreglu og sett út á meðferð hins opinbera á landi í vesturhluta Bandaríkjanna. Þá ætluðu yfirvöld að leggja hald á búfénað Cliven Bundy, föður Ammon og Ryan, þar sem hann skuldaði rúmlega milljón dala vegna gjalda og sekta fyrir að hafa beitt fénu á landi ríkisins í rúm 20 ár. Cliven neitaði að viðurkenna að ríkið eigi landið, sem var friðarland fyrir eyðimerkurskjaldböku sem er í útrýmingarhættu. Meðlimir vopnaðra hópa, e. militias, gengu til liðs við fjölskylduna og kom til spennuþrungins umsáturs nærri landareign Bundy fjölskyldunnar. Bundy fjölskyldan fékk stuðning víða að sem fór þó um þúfur skömmu eftir að umsátrinu lauk. Cliven hélt þá ræðu fyrir stuðningsmenn sína þar sem hann kvartaði meðal annars yfir yfirgangi stjórnvalda og fóstureyðingum og velti því fyrir sér hvort að þeldökkir íbúar Bandaríkjanna væru ef til vill betur komnir í dag ef þrælahald hefði aldrei verið afnumið. Ræðu Bundy má sjá hér að neðan.Vopnaðir hópar, e. militias, hafa veitt hústökumönnunum stuðning pg sent þeim byrgðir. Eftir að handtökurnar fór fram hefur verið kallað eftir því að þeir hópist til Oregon og komi þeim til hjálpar. Lögreglan hefur tilkynnt þeim sem enn halda til í friðlandinu að þeim sé frjálst að fara. Einhverjir hafa tekið boðinu en þeir eru fáir. Einn þeirra sem fóru sagði að þeir sem eftir væru hafi ákveðið að halda kyrru fyrir. Því er ljóst að umsátrið heldur áfram um tíma nema lögreglan ráðist til atlögu.Tweets about #OregonUnderAttack AND #OregonStandoff
Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Viðræður hafnar við húsatökumennina í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga mannanna í klukkutíma í dag. 21. janúar 2016 23:17 Hústökumaður í Oregon skoraði á Chris Christie í súmóglímu Vinni Christie eina lotu muni hústökumennirnir yfirgefa skrifstofur dýraathvarfs sem þeir hafa nú haldið í tæpan mánuð. 26. janúar 2016 15:42 Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum. 27. janúar 2016 07:10 Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00
Viðræður hafnar við húsatökumennina í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga mannanna í klukkutíma í dag. 21. janúar 2016 23:17
Hústökumaður í Oregon skoraði á Chris Christie í súmóglímu Vinni Christie eina lotu muni hústökumennirnir yfirgefa skrifstofur dýraathvarfs sem þeir hafa nú haldið í tæpan mánuð. 26. janúar 2016 15:42
Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum. 27. janúar 2016 07:10
Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06