Ágreiningur um heimild til að kalla eftir þjóðaratkvæði um þingsályktunartillögur Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 13:32 „Viðkvæm staða,“ segir formaður stjórnarskrárnefndar. Vísir/Anton Djúpstæður ágreiningur innan stjórnarskrárnefndar snýst samkvæmt heimildum fréttastofu helst um heimild kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur, þá sérstaklega er varða umhverfi. Það vill Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hins vegar ekki staðfesta.Vísir greindi frá því í morgun að fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, teldi boltann nú vera hjá meirihlutanum; síðasti fundur hafi endað á því að menn væru í rauninni „að framleiða nýjan ágreining“ um tillögur nefndarinnar.Viðkvæm staða eins og er Páll vill ekki tjá sig um málið. „Þetta er viðkvæm staða og verið að vinna úr fundinum og ég held að það sé ekki heppilegt að upplýsa akkúrat núna nákvæmlega hvað það er sem stendur út af,“ segir hann sem segist þó vera bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um tillögur. „Ég held að það liggi núna alveg ljóst fyrir hver afstaða hvers og eins fulltrúa er í nefndinni,“ segir hann. „Það er bara verkefnið að vinna úr því og sjá hvort ekki náist saman. Það eru allir af vilja gerðir finnst mér að reyna að ná lendingu.“Tekur undir með Valgerði Páll vill ekki meta hvort hann sé meira eða minna bjartsýnn en áður og leggur áherslu á, líkt og Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, og Vísir ræddi við í morgun, að málið væri stórt og mikilvægt. „Þó að út á við finnist mönnum þetta taka langan tíma þá er það nú bara vegna þess hvað þetta eru stór og flókin mál,“ segir hann. Enn er stefnt að því að gefa forsætisráðherra skýrslu um vinnu nefndarinnar um það leiti sem þing kemur saman. Það gerist á þriðjudaginn í næstu viku. Páll segir hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag. Alþingi Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur innan stjórnarskrárnefndar snýst samkvæmt heimildum fréttastofu helst um heimild kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur, þá sérstaklega er varða umhverfi. Það vill Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hins vegar ekki staðfesta.Vísir greindi frá því í morgun að fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, teldi boltann nú vera hjá meirihlutanum; síðasti fundur hafi endað á því að menn væru í rauninni „að framleiða nýjan ágreining“ um tillögur nefndarinnar.Viðkvæm staða eins og er Páll vill ekki tjá sig um málið. „Þetta er viðkvæm staða og verið að vinna úr fundinum og ég held að það sé ekki heppilegt að upplýsa akkúrat núna nákvæmlega hvað það er sem stendur út af,“ segir hann sem segist þó vera bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um tillögur. „Ég held að það liggi núna alveg ljóst fyrir hver afstaða hvers og eins fulltrúa er í nefndinni,“ segir hann. „Það er bara verkefnið að vinna úr því og sjá hvort ekki náist saman. Það eru allir af vilja gerðir finnst mér að reyna að ná lendingu.“Tekur undir með Valgerði Páll vill ekki meta hvort hann sé meira eða minna bjartsýnn en áður og leggur áherslu á, líkt og Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, og Vísir ræddi við í morgun, að málið væri stórt og mikilvægt. „Þó að út á við finnist mönnum þetta taka langan tíma þá er það nú bara vegna þess hvað þetta eru stór og flókin mál,“ segir hann. Enn er stefnt að því að gefa forsætisráðherra skýrslu um vinnu nefndarinnar um það leiti sem þing kemur saman. Það gerist á þriðjudaginn í næstu viku. Páll segir hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45