Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 10:45 Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. Vísir/Ernir Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um. Alþingi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um.
Alþingi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira