Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 10:45 Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. Vísir/Ernir Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um. Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um.
Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira