Fram kemur í Der Spiegel að aðgerðin hafi tekið um sex klukkustundir og að hún hafi borið nafnið Casablanca í höfuðið á samnefndri borg á vesturströnd Marokkó. Hverfið Maghreb er við aðallestarstöð borgarinnar og er þekkt fyrir mikinn fjölda innflytjenda sem flestir eiga rætur að rekja til Norður-Afríku.
Lögreglumennirnir lokuðu af og leituðu í 18 matsölustöðum í hverfinu í leit að fólki sem grunað er um vasaþjófnað, rán og fíkniefnasölu. Þá eiga lögreglumenn einnig að hafa farið inn á heimili fólks í leit að einstaklingum sem svo voru yfirheyrðir í lögreglutjaldi sem komið var upp í hverfinu.
Af þeim 40 sem handteknir voru í kvöld eru 38 taldir hafa verið ólöglega í Þýskalandi. Fram kemur í Bild að lögreglan telji að glæpahópar í hverfinu beri ábyrgð á um 2200 þjófnuðum í Düsseldorf á síðustu misserum.
Lögreglan í Norðurrín-Vestfalíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig hún tók á málunum þegar tugir kvenna voru kynferðislega áreittir í Köln á gamlárskvöld. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Düsseldorf er rassía kvöldsins þeirri gagnrýni algjörlega ótengd. Aðgerðin hafi verið skipulögð áður en árásirnar á gamlárskvöld áttu sér stað.
Razzia #Düsseldorf, #Polizei richtet sich auf längeren Einsatz ein, Flutlicht und Zelte werden aufgebaut pic.twitter.com/07sBtRQNwl
— Frank Schneider (@chefreporterNRW) January 16, 2016