Fjörutíu innflytjendur handteknir í fjölmennum lögregluaðgerðum í Düsseldorf Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 21:11 Lögreglan leitaði meðal annars á 18 matsölustöðum í hverfinu. Twitter Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf í gærkvöld. Lögreglan er sögð hafa haft afskipti af rúmlega 300 innflytjendum í aðgerðinni, þar af voru 40 handteknir. Fram kemur í Der Spiegel að aðgerðin hafi tekið um sex klukkustundir og að hún hafi borið nafnið Casablanca í höfuðið á samnefndri borg á vesturströnd Marokkó. Hverfið Maghreb er við aðallestarstöð borgarinnar og er þekkt fyrir mikinn fjölda innflytjenda sem flestir eiga rætur að rekja til Norður-Afríku. Lögreglumennirnir lokuðu af og leituðu í 18 matsölustöðum í hverfinu í leit að fólki sem grunað er um vasaþjófnað, rán og fíkniefnasölu. Þá eiga lögreglumenn einnig að hafa farið inn á heimili fólks í leit að einstaklingum sem svo voru yfirheyrðir í lögreglutjaldi sem komið var upp í hverfinu. Af þeim 40 sem handteknir voru í kvöld eru 38 taldir hafa verið ólöglega í Þýskalandi. Fram kemur í Bild að lögreglan telji að glæpahópar í hverfinu beri ábyrgð á um 2200 þjófnuðum í Düsseldorf á síðustu misserum. Lögreglan í Norðurrín-Vestfalíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig hún tók á málunum þegar tugir kvenna voru kynferðislega áreittir í Köln á gamlárskvöld. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Düsseldorf er rassía kvöldsins þeirri gagnrýni algjörlega ótengd. Aðgerðin hafi verið skipulögð áður en árásirnar á gamlárskvöld áttu sér stað.Razzia #Düsseldorf, #Polizei richtet sich auf längeren Einsatz ein, Flutlicht und Zelte werden aufgebaut pic.twitter.com/07sBtRQNwl— Frank Schneider (@chefreporterNRW) January 16, 2016 Tengdar fréttir Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. 8. janúar 2016 15:24 Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum. 10. janúar 2016 17:41 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf í gærkvöld. Lögreglan er sögð hafa haft afskipti af rúmlega 300 innflytjendum í aðgerðinni, þar af voru 40 handteknir. Fram kemur í Der Spiegel að aðgerðin hafi tekið um sex klukkustundir og að hún hafi borið nafnið Casablanca í höfuðið á samnefndri borg á vesturströnd Marokkó. Hverfið Maghreb er við aðallestarstöð borgarinnar og er þekkt fyrir mikinn fjölda innflytjenda sem flestir eiga rætur að rekja til Norður-Afríku. Lögreglumennirnir lokuðu af og leituðu í 18 matsölustöðum í hverfinu í leit að fólki sem grunað er um vasaþjófnað, rán og fíkniefnasölu. Þá eiga lögreglumenn einnig að hafa farið inn á heimili fólks í leit að einstaklingum sem svo voru yfirheyrðir í lögreglutjaldi sem komið var upp í hverfinu. Af þeim 40 sem handteknir voru í kvöld eru 38 taldir hafa verið ólöglega í Þýskalandi. Fram kemur í Bild að lögreglan telji að glæpahópar í hverfinu beri ábyrgð á um 2200 þjófnuðum í Düsseldorf á síðustu misserum. Lögreglan í Norðurrín-Vestfalíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig hún tók á málunum þegar tugir kvenna voru kynferðislega áreittir í Köln á gamlárskvöld. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Düsseldorf er rassía kvöldsins þeirri gagnrýni algjörlega ótengd. Aðgerðin hafi verið skipulögð áður en árásirnar á gamlárskvöld áttu sér stað.Razzia #Düsseldorf, #Polizei richtet sich auf längeren Einsatz ein, Flutlicht und Zelte werden aufgebaut pic.twitter.com/07sBtRQNwl— Frank Schneider (@chefreporterNRW) January 16, 2016
Tengdar fréttir Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. 8. janúar 2016 15:24 Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum. 10. janúar 2016 17:41 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34
Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. 8. janúar 2016 15:24
Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum. 10. janúar 2016 17:41
Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15