Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2016 09:44 Árásirnar voru gerðar við aðallestarstöðina í Köln. Vísir/AFP Fleiri hundruð manns komu saman í Köln í Þýskalandi í gærkvöld til að mótmæla þeim skipulögðu kynferðisárásum og rán sem beindust gegn konum í borginni á gamlárskvöld. Margir mótmælendanna kröfðust þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari grípi til aðgerða vegna málsins. „Frú Merkel! Hvar ertu? Þetta hræðir okkur!“ stóð á einu mótmælaskiltanna.Í frétt BBC kemur fram að Merkel hafi fordæmt ódæðisverkin og að gera þyrfti allt til að finna árásarmennina. Sjónarvottar og lögregla segja að árásarmennirnir, sem voru fleiri hundruð talsins, hafi verið af arabískum eða norður-afrískum uppruna. Stjórnmálaleiðtogar hafa lagt áherslu á að Þjóðverjar tengi ekki ofbeldisölduna við aukinn straum flóttafólks til landsins. Mótmælandi biðlar til Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Vísir/AFPInnanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur tekið undir slíkt og segir að grunur ætti ekki að beinast sérstaklega að flóttafólki, að minnsta kosti ekki á þessu stigi rannsóknarinnar. „En ef árásarmennirnir voru frá Norður-Afríku, líkt og vísbendingar hafa verið um, þá á það ekki að vera eitthvert tabú eða vera nokkur ástæða til að fela það.“ Fréttir af árásinni hafa skekið Þýskaland síðustu daga, en fleiri hundruð ungra, ölvaðra manna réðust þar á konur í grennd við aðallestarstöð borgarinnar. Að minnsta kosti níutíu konur hafa tilkynnt um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi ungra manna við lestarstöðina á gamlárskvöld. Að minnsta kosti einni var nauðgað og tugir til viðbótar áreittir kynferðislega. Lögreglustjórinn Wolfgang Albers segir að enginn hafi enn verið handtekinn vegna árásanna. „Við erum enn ekki með neina grunaða og við vitum ekki hverjir brotamennirnir eru. Það eina sem vitum er að lögregla á staðnum hafi sagt að fyrst og fremst hafi verið um unga menn á aldrinum átján til 35 ára af arabískum eða norður-afrískum uppruna að ræða.“ Hann lýsti árásunum sem „nýrri vídd af glæpum“. Borgarstjóri Kölnarborgar segir að gripið verði til sérstakra ráðstafana þegar kjötkveðjuhátíð borgarinnar fer fram í febrúar þar sem búist er við miklu fjölmenni. Tengdar fréttir Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Fleiri hundruð manns komu saman í Köln í Þýskalandi í gærkvöld til að mótmæla þeim skipulögðu kynferðisárásum og rán sem beindust gegn konum í borginni á gamlárskvöld. Margir mótmælendanna kröfðust þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari grípi til aðgerða vegna málsins. „Frú Merkel! Hvar ertu? Þetta hræðir okkur!“ stóð á einu mótmælaskiltanna.Í frétt BBC kemur fram að Merkel hafi fordæmt ódæðisverkin og að gera þyrfti allt til að finna árásarmennina. Sjónarvottar og lögregla segja að árásarmennirnir, sem voru fleiri hundruð talsins, hafi verið af arabískum eða norður-afrískum uppruna. Stjórnmálaleiðtogar hafa lagt áherslu á að Þjóðverjar tengi ekki ofbeldisölduna við aukinn straum flóttafólks til landsins. Mótmælandi biðlar til Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Vísir/AFPInnanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur tekið undir slíkt og segir að grunur ætti ekki að beinast sérstaklega að flóttafólki, að minnsta kosti ekki á þessu stigi rannsóknarinnar. „En ef árásarmennirnir voru frá Norður-Afríku, líkt og vísbendingar hafa verið um, þá á það ekki að vera eitthvert tabú eða vera nokkur ástæða til að fela það.“ Fréttir af árásinni hafa skekið Þýskaland síðustu daga, en fleiri hundruð ungra, ölvaðra manna réðust þar á konur í grennd við aðallestarstöð borgarinnar. Að minnsta kosti níutíu konur hafa tilkynnt um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi ungra manna við lestarstöðina á gamlárskvöld. Að minnsta kosti einni var nauðgað og tugir til viðbótar áreittir kynferðislega. Lögreglustjórinn Wolfgang Albers segir að enginn hafi enn verið handtekinn vegna árásanna. „Við erum enn ekki með neina grunaða og við vitum ekki hverjir brotamennirnir eru. Það eina sem vitum er að lögregla á staðnum hafi sagt að fyrst og fremst hafi verið um unga menn á aldrinum átján til 35 ára af arabískum eða norður-afrískum uppruna að ræða.“ Hann lýsti árásunum sem „nýrri vídd af glæpum“. Borgarstjóri Kölnarborgar segir að gripið verði til sérstakra ráðstafana þegar kjötkveðjuhátíð borgarinnar fer fram í febrúar þar sem búist er við miklu fjölmenni.
Tengdar fréttir Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36