Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2016 12:07 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59