Ellefu fylkja slagurinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. september 2016 07:00 Aðeins tveir mánuðir eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum 8. nóvember næstkomandi. Frambjóðendur eru í fimmta gír og flakka milli ræðuhalla til að halda kosningafundi víða um landið. Þó fá ekki öll fylki Bandaríkjanna að hýsa kosningafund annars hvors frambjóðendanna tveggja sem njóta mests fylgis, Repúblikanans Donalds Trump og Demókratans Hillary Clinton. Þess í stað hefur baráttan mestmegnis farið fram í broti þeirra fimmtíu fylkja sem mynda Bandaríkin. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman eru nefnilega einungis ellefu fylki þar sem munurinn á milli frambjóðendanna tveggja er undir sex prósentustigum. Þau eru: Flórída, Virginía, Ohio, Pennsylvanía, Wisconsin, Iowa, Nevada, Arizona, Georgía, Norður-Karólína og Missouri. Aðrir miðlar á borð við Politico hafa bætt Colorado, Michigan og New Hampshire við þennan lista en þar sýnir meðaltal skoðanakannana ögn meiri mun.Fólkið kýs ekki forsetaÁstæða þess að einungis er barist um brot þeirra fylkja sem mynda Bandaríkin er kosningakerfi gjörólíkt því sem við þekkjum hér. Atkvæði Bandaríkjamanna eru nefnilega ekki talin sem ein heild heldur eru haldnar kosningar í hverju fylki fyrir sig, þó samdægurs. Það er gert vegna þess að kjósendur kjósa ekki forseta heldur svokallaða kjörmenn sem hittast stuttu eftir kosningar og greiða atkvæði líkt og almenningur kaus þá til að gera. Fylki eru með mismarga kjörmenn, áætlað gróflega eftir fólksfjölda, og því sum fylki í raun verðmætari en önnur fyrir frambjóðendur. Allir kjörmenn sama fylkis kjósa alla jafna sama frambjóðanda og meirihluti almennings í fylkinu gerði. Þannig fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fylkinu, sama hvort hann vann með einu atkvæði eða milljón, alla kjörmenn fylkisins. Alls eru 538 kjörmenn í Bandaríkjunum og þarf frambjóðandi því að tryggja sér 270 kjörmenn til að tryggja sér forsetaembættið. Clinton með forskot Líkt og skoðanakannanir hafa sýnt er Clinton með tæplega þriggja prósentustiga forskot á landsvísu. Ef rýnt er í kannanir fyrir hvert fylki fyrir sig má einnig sjá að Clinton er með gott forskot þegar kemur að kjörmönnum, hún þarf því að vinna færri baráttufylki en Trump ef hún vill verða forseti. Alls mælist Clinton með öruggt forskot í tuttugu fylkjum sem hafa samtals 229 kjörmenn. Trump mælist hins vegar með gott forskot í nítján fylkjum sem hafa samtals 154 kjörmenn. Allnokkur fylki eru nógu höll undir annan hvorn flokkinn til að hafa kosið frambjóðanda sama flokks allt frá aldamótum. Til að mynda hafa Kaliforníubúar og íbúar New York einungis kosið Demókrata á þeim tíma og Texasbúar ávallt Repúblikana. Þau fylki sem hafa kosið Demókrata alla tíð frá 2000 búa yfir 242 kjörmönnum en fylki Repúblikana 179.Ohio fær mesta athygliÞau þrjú baráttufylki þar sem kjörmenn eru flestir eru Ohio með sína átján, Pennsylvanía með tuttugu og Flórída með 29. Undanfarna mánuði hafa íbúar þeirra fylkja því fengið að sitja undir milljóna bandaríkjadala virði af sjónvarps- og útvarpsauglýsingum sem og tíðum kosningafundum frambjóðenda. Ohio hefur fengið mesta athygli allra baráttufylkja. Samkvæmt greiningu Politico höfðu hvorki Clinton né Trump heimsótt nokkurt annað fylki oftar á þessu ári, um átta sinnum hvort. Í kjölfarið fylgja Pennsylvanía, Virginía, Norður-Karólína og Flórída með um fimm heimsóknir frá hvoru þeirra.George Bush ásamt Dick Cheney.Vísir/EPABrestar myndast í kerfinuKosningakerfið sem stuðst er við í forsetakosningum í Bandaríkjunum útilokar ekki að frambjóðandi sigri án þess að hafa fengið fleiri atkvæði en keppinauturinn. Það hefur raunar gerst fjórum sinnum og síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush bar sigur úr býtum gegn Demókratanum Al Gore. Mjótt var á munum í þeim kosningum. Bush fékk atkvæði 271 kjörmanns en Gore 266. Hins vegar fékk Gore 48,4 prósent atkvæða en Bush 47,9 prósent. Í kjölfarið fylgdu málaferli þar sem farið var fram á endurtalningu í Flórída sökum afar lítils munar. Hæstiréttur úrskurðaði svo að ekki skyldi telja á ný og vann því Bush alla 25 kjörmenn fylkisins og þar með forsetaembættið. Alls kusu 2.912.790 Bush en 2.912.253 kusu Gore og verður það að teljast afar lítill munur. Áður höfðu þeir John Quincy Adams, árið 1824, Rutherford B. Hayes, árið 1876, og Benjamin Harrison, árið 1888, orðið forsetar án þess að fá fleiri atkvæði en keppinauturinn. Einnig eru allnokkur fylki í Bandaríkjunum þar sem löglegt er fyrir kjörmann að kjósa gegn vilja fólksins. Frá aldamótum hefur það gerst tvisvar. Annars vegar árið 2000 þegar kjörmaður frá Washingtonborg neitaði að kjósa Gore og hins vegar árið 2004 þegar kjörmaður frá Minnesota kaus óvart John Edwards, varaforsetaefni Johns Kerry frambjóðanda Demókrata.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Aðeins tveir mánuðir eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum 8. nóvember næstkomandi. Frambjóðendur eru í fimmta gír og flakka milli ræðuhalla til að halda kosningafundi víða um landið. Þó fá ekki öll fylki Bandaríkjanna að hýsa kosningafund annars hvors frambjóðendanna tveggja sem njóta mests fylgis, Repúblikanans Donalds Trump og Demókratans Hillary Clinton. Þess í stað hefur baráttan mestmegnis farið fram í broti þeirra fimmtíu fylkja sem mynda Bandaríkin. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman eru nefnilega einungis ellefu fylki þar sem munurinn á milli frambjóðendanna tveggja er undir sex prósentustigum. Þau eru: Flórída, Virginía, Ohio, Pennsylvanía, Wisconsin, Iowa, Nevada, Arizona, Georgía, Norður-Karólína og Missouri. Aðrir miðlar á borð við Politico hafa bætt Colorado, Michigan og New Hampshire við þennan lista en þar sýnir meðaltal skoðanakannana ögn meiri mun.Fólkið kýs ekki forsetaÁstæða þess að einungis er barist um brot þeirra fylkja sem mynda Bandaríkin er kosningakerfi gjörólíkt því sem við þekkjum hér. Atkvæði Bandaríkjamanna eru nefnilega ekki talin sem ein heild heldur eru haldnar kosningar í hverju fylki fyrir sig, þó samdægurs. Það er gert vegna þess að kjósendur kjósa ekki forseta heldur svokallaða kjörmenn sem hittast stuttu eftir kosningar og greiða atkvæði líkt og almenningur kaus þá til að gera. Fylki eru með mismarga kjörmenn, áætlað gróflega eftir fólksfjölda, og því sum fylki í raun verðmætari en önnur fyrir frambjóðendur. Allir kjörmenn sama fylkis kjósa alla jafna sama frambjóðanda og meirihluti almennings í fylkinu gerði. Þannig fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fylkinu, sama hvort hann vann með einu atkvæði eða milljón, alla kjörmenn fylkisins. Alls eru 538 kjörmenn í Bandaríkjunum og þarf frambjóðandi því að tryggja sér 270 kjörmenn til að tryggja sér forsetaembættið. Clinton með forskot Líkt og skoðanakannanir hafa sýnt er Clinton með tæplega þriggja prósentustiga forskot á landsvísu. Ef rýnt er í kannanir fyrir hvert fylki fyrir sig má einnig sjá að Clinton er með gott forskot þegar kemur að kjörmönnum, hún þarf því að vinna færri baráttufylki en Trump ef hún vill verða forseti. Alls mælist Clinton með öruggt forskot í tuttugu fylkjum sem hafa samtals 229 kjörmenn. Trump mælist hins vegar með gott forskot í nítján fylkjum sem hafa samtals 154 kjörmenn. Allnokkur fylki eru nógu höll undir annan hvorn flokkinn til að hafa kosið frambjóðanda sama flokks allt frá aldamótum. Til að mynda hafa Kaliforníubúar og íbúar New York einungis kosið Demókrata á þeim tíma og Texasbúar ávallt Repúblikana. Þau fylki sem hafa kosið Demókrata alla tíð frá 2000 búa yfir 242 kjörmönnum en fylki Repúblikana 179.Ohio fær mesta athygliÞau þrjú baráttufylki þar sem kjörmenn eru flestir eru Ohio með sína átján, Pennsylvanía með tuttugu og Flórída með 29. Undanfarna mánuði hafa íbúar þeirra fylkja því fengið að sitja undir milljóna bandaríkjadala virði af sjónvarps- og útvarpsauglýsingum sem og tíðum kosningafundum frambjóðenda. Ohio hefur fengið mesta athygli allra baráttufylkja. Samkvæmt greiningu Politico höfðu hvorki Clinton né Trump heimsótt nokkurt annað fylki oftar á þessu ári, um átta sinnum hvort. Í kjölfarið fylgja Pennsylvanía, Virginía, Norður-Karólína og Flórída með um fimm heimsóknir frá hvoru þeirra.George Bush ásamt Dick Cheney.Vísir/EPABrestar myndast í kerfinuKosningakerfið sem stuðst er við í forsetakosningum í Bandaríkjunum útilokar ekki að frambjóðandi sigri án þess að hafa fengið fleiri atkvæði en keppinauturinn. Það hefur raunar gerst fjórum sinnum og síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush bar sigur úr býtum gegn Demókratanum Al Gore. Mjótt var á munum í þeim kosningum. Bush fékk atkvæði 271 kjörmanns en Gore 266. Hins vegar fékk Gore 48,4 prósent atkvæða en Bush 47,9 prósent. Í kjölfarið fylgdu málaferli þar sem farið var fram á endurtalningu í Flórída sökum afar lítils munar. Hæstiréttur úrskurðaði svo að ekki skyldi telja á ný og vann því Bush alla 25 kjörmenn fylkisins og þar með forsetaembættið. Alls kusu 2.912.790 Bush en 2.912.253 kusu Gore og verður það að teljast afar lítill munur. Áður höfðu þeir John Quincy Adams, árið 1824, Rutherford B. Hayes, árið 1876, og Benjamin Harrison, árið 1888, orðið forsetar án þess að fá fleiri atkvæði en keppinauturinn. Einnig eru allnokkur fylki í Bandaríkjunum þar sem löglegt er fyrir kjörmann að kjósa gegn vilja fólksins. Frá aldamótum hefur það gerst tvisvar. Annars vegar árið 2000 þegar kjörmaður frá Washingtonborg neitaði að kjósa Gore og hins vegar árið 2004 þegar kjörmaður frá Minnesota kaus óvart John Edwards, varaforsetaefni Johns Kerry frambjóðanda Demókrata.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira