Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2016 11:15 Úr fjöldagröf við Sinjarfjall í Írak. Vísir/AFP Búið er að staðsetja fjölda fjöldagrafa í Írak og Sýrlandi. Þúsundir líka eru talin liggja í gröfunum en einungis nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar. Einhverjar eru enn á yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en bæði er þörf á fjármagni og pólitískum vilja til að rannsaka grafirnar. Vígamenn Íslamska ríkisins frömdu fjölmörg ódæði gegn minnihlutahópum eins og Jasídum og öðrum sem hyllast ekki sömu trúar og þeir í skyndisókn þeirra í Írak sumarið 2014 og á næstu mánuðum. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa fundið 72 fjöldagrafir í Írak og Sýrlandi með mikilli rannsóknarvinnu og ítarlegum viðtölum. Rannsóknin hefur varpað nýju ljósi á umfangsmikil ódæði vígamanna ISIS í löndunum tveimur. Eitt versta ódæði ISIS var þegar vígamenn myrtu rúmlega 1.500 unga sjíta í Speicher herstöðinni í Írak. Þá myrtu vígamenn ISIS 600 fanga í Badoush fangelsinu í júní 2014. Áætlað er að um þúsund meðlimir Sheitaat ættbálksins liggi í einni fjöldagröf í austurhluta Sýrlands. Meðlimir ættbálksins veittu vígamönnum ISIS umtalsverða mótspyrnu í júlí í fyrra og voru fjölmargir myrtir og aðrir voru reknir úr þorpum sínum og bæjum. Búist er við því að fleiri fjöldagrafir muni finnast þegar ISIS-liðar tapa frekari landsvæðum. Nú þegar er talið að allt að 15 þúsund lík liggi í fjöldagröfum á svæðum sem ISIS-liðar hafa verið reknir frá.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingBúið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar. Skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja til þess að rannsakar grafirnar en íbúum hefur verið bannað að grafa þær upp og ná í fjölskyldumeðlimi sína. Þá eru fjöldagrafir einnig á svæðum sem eru talin mjög hættuleg. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Búið er að staðsetja fjölda fjöldagrafa í Írak og Sýrlandi. Þúsundir líka eru talin liggja í gröfunum en einungis nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar. Einhverjar eru enn á yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en bæði er þörf á fjármagni og pólitískum vilja til að rannsaka grafirnar. Vígamenn Íslamska ríkisins frömdu fjölmörg ódæði gegn minnihlutahópum eins og Jasídum og öðrum sem hyllast ekki sömu trúar og þeir í skyndisókn þeirra í Írak sumarið 2014 og á næstu mánuðum. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa fundið 72 fjöldagrafir í Írak og Sýrlandi með mikilli rannsóknarvinnu og ítarlegum viðtölum. Rannsóknin hefur varpað nýju ljósi á umfangsmikil ódæði vígamanna ISIS í löndunum tveimur. Eitt versta ódæði ISIS var þegar vígamenn myrtu rúmlega 1.500 unga sjíta í Speicher herstöðinni í Írak. Þá myrtu vígamenn ISIS 600 fanga í Badoush fangelsinu í júní 2014. Áætlað er að um þúsund meðlimir Sheitaat ættbálksins liggi í einni fjöldagröf í austurhluta Sýrlands. Meðlimir ættbálksins veittu vígamönnum ISIS umtalsverða mótspyrnu í júlí í fyrra og voru fjölmargir myrtir og aðrir voru reknir úr þorpum sínum og bæjum. Búist er við því að fleiri fjöldagrafir muni finnast þegar ISIS-liðar tapa frekari landsvæðum. Nú þegar er talið að allt að 15 þúsund lík liggi í fjöldagröfum á svæðum sem ISIS-liðar hafa verið reknir frá.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingBúið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar. Skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja til þess að rannsakar grafirnar en íbúum hefur verið bannað að grafa þær upp og ná í fjölskyldumeðlimi sína. Þá eru fjöldagrafir einnig á svæðum sem eru talin mjög hættuleg.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira