Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2016 14:49 Uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum taka mynd af sér við jaðar þorps sem þeir tóku af SDF. Vísir/GETTY Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira