Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Blikar sóttu þrjú stig í Árbæinn Ingvar Haraldsson skrifar 8. maí 2016 22:00 Albert Ingason í fyrsta leik Fylkis í sumar. vísir/ernir Breiðablik lagði Fylki 1-2 á Floridana-vellinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum og lítið um opin marktækifæri en Blikar nýttu þau færi sem þeir fengu þó betur en Fylkismenn. Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir á 12. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Brasilíumannsins Daniel José Bamberg. Albert Brynjar Ingason jafnaði leikinn með skoti á lofti svo skömmu síðar með glæsilegu marki eftir langt innkast frá hægri sem Tonci skallaði áfram. Damir Muminovic skoraði sigurmarkið á 81. mínútu þegar boltinn fell fyrir hann í teignum eftir aukaspyrnu utan af kanti. Fylkismenn eru því stigalausir eftir tvo leiki en Blikar náðu í sín fyrstu stig í sumar.Af hverju vann Breiðablik?Breiðablik nýtti þau tækifæri sem þeir fengu betur. Sérstaklega var það sofandháttur Fylkismanna í föstum leikatriðum sem gerði útslagið en mörk Blika komu eftir hornspyrnu og aukaspyrnu utan af kanti. Fylkismenn fengu hins vegar færi og hefðu geta náð í stig í kvöld en hlutirnir féllu ekki með þeim. Albert Brynjar skaut í slánna í fyrri hálfleik og þá klúðruðu Fylkismenn dauðafæri undir lok uppbótatíma þegar þeir þvældustu hver fyrir öðrum við markteig Breiðabliks. Heilt yfir var hins vegar lítið um opin færi í leiknum og nokkuð jafnræði með liðunum út á velli. Ákveðinn vorbragur á leiknum og ójafn völlurinn hjálpaði ekki til.Þessir stóðu upp úrArnþór Ari Atlason kom sér nokkrum sinnum í ágætisfæri auk þess að skora fyrsta mark leiksins með góðum skalla, og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hinn brasilíski Bamberg var einnig lifandi í leiknum og átti nokkrar góðar rispur í leiknum. Hjá Fylki voru það einna helst Ásgeir Börkur og Albert Brynjar sem skörðu fram úr í leik Fylkis. Ásgeir Börkur var fastur fyrir á miðjunni og lét boltann ganga ágætlega á erfiðum vellinum. Þá var mark Alberts glæsilegt, þó hann hefði geta skorað fleiri.Hvað gekk illa?Föst leikatriði urðu Fylki að falli í dag. Þeir hefðu geta komið boltanum í burtu í báðum mörkum Blika en gerðu það ekki og því fór sem fór. Fylkismenn verða að bæta úr fyrir næsta leik. Hermann Hreiðarsson skipti um leikkerfi í stöðunni 1-1, og fór í 4-4-2 með Garðar Jóhannsson og Albert Brynjar Ingason upp á topp. Skömmu síðar voru Blikar komnir yfir, þó Fylkismenn hafi verið nærri því að jafna undir lokinn. Almennt var þó lítið um fína drætti í leiknum enda völlurinn erfiður viðureignar. Mikið var af löngum spyrnum fram sem varnir liðanna réðu yfirleitt auðveldlega við.Hvað gerist næst?Blikar eru komnir með 3 stig og mæta Víking Reykjavík á Kópavogsvelli á föstudaginn, þar sem bæði Jonathan Glenn og þjálfarinn Arnar Grétarsson verða komnir úr banni. Þeir ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum og eru með stigi meira en eftir tvær umferðir í fyrra. Fylkismenn eru hins vegar í vanda, stigalausir eftir tvo leiki. Þeir mæta Val á Hlíðarenda á fimmtudaginn sem einnig eru án stiga. Liðið sem tapar þeim leik verður í afar erfiðri stöðu og því mikið undir í næsta leik.Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir tvo leiki.vísir/valliHermann: Einbeytingaleysi og ódýr mörk Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur enda hans lið stigalaust eftir tvo leiki. Einkum var það varnarleikur liðsins í mörkum Breiðabliks sem ollu honum vonbrigðum. „Bara hrikalega ódýr mörk, tvö föst leikatriði, þú verður að verjast þeim ef þú ætlar að gera eitthvað,“ segir Hermann. Hann segist þó sjá framfarir í leik sinna manna. „Heilt á litið var ég rosalega ánægður með leik liðsins, þó það sé alltaf hægt að bæta sig aðeins, en það er stígandi í þessu í dag frá því í fyrsta leik.“ Hermann segir leikina tvo hafa geta farið í báðar áttir en hlutirnir hafi ekki fallið með hans mönnum. „Þetta er einbeitingaleysi, ákveðið einbeitingaleysi að fá á sig svona ódýr, bara „soft“ mörk úr föstum leikatriðum,“ segir Hermann. „Sérstaklega þetta seinna, bara hund léleg aukaspyrna og menn verða að vera vakandi, vera á tánum og vilja þetta.“ Fylkir nældi sér í 19 ára markvörð frá Reading í vikunni, Lewis Ward, sem lék sinn fyrsta leik í dag. „Hann kom þokkalega frá þessu, það reyndi svo sem ekkert á hann af viti,“ segir Hermann en bætir þó við að hann eigi eftir að horfa á leikinn aftur í heild sinni til að geta betur dæmt um framistöðu hans.Damir: Hitti boltann illa en hann fór inn„Þetta var bara fín fyrirgjöf og ég einhvern veginn náði boltanum og hitti hann illa og hann fór inn í markið,“ segir Damir Muminovic, um markið sem hann skoraði tryggði Breiðablik þrjú stig. „Mér fannst við betri í leiknum en þetta var ekkert spes fótbolti,“ segir Damir sem fannst hafði ekkert yfir vellinum að kvarta í kvöld. „Mér fannst hann ágætur, mér fannst ekkert að honum.“Kristófer: Skoða nýjan markvörð verði Gulli valinn í landsliðið„Þetta var nú ekki fallegur fótboltaleikur við svolítið erfiðar aðstæður þó veðrið hafi verið frábært, en frábært að ná sigri,“ segir Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Kristófer sagði sína menn ekki endilega hafa verið betra liðið í leiknum. „Það komu svona kaflar þar sem við náðum upp einhverju spili, þetta var mikil stöðubarátta og bæði lið að reyna að gera eitthvað, kannski bæði lið aðeins passív líka.“ Kristófer sagði að það kæmi í ljós á morgun hvort Gunnleifur Gunnlaugsson, markvörður Blika yrði valinn í landsliðið fyrir EM í sumar. Þá myndu þeir hugsanlega sækja sér nýjan markvörð. „Við verðum að sjá aðeins til,“ segir Kristófer.Albert Brynjar skoraði sitt fyrsta mark í sumar í kvöld.vísir/ernirAlbert Brynjar: Grátlegt í dag„Það voru föst leikatriði sem fóru með okkur í dag, grátlegt í dag alveg eins og í fyrsta leik. En það er stígandi í þessu hjá okkur, það er kannski það eina jákvæða,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis um leikinn. Albert segir Fylkisliðið hafa spilað boltanum sína á milli betur en í þeirra fyrsta leik. Þeir hafi þorað að halda honum og reynta að stýra spilinu. Albert, sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar í kvöld, segir hann og Hermann hafa sett markmið um ákveðinn markafjölda á fyrri hluta tímabilsins. Hann ætli þó að halda því þeirra á milli. Albert segist vera bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir stigaleysi. „Það er erfitt og leiðinlegt að vera núll stig eftir fyrstu tvo leikina, en á meðan það er stígandi í þessu hjá okkur og við höldum áfram á þessari braut þá er ég bara bjartsýnn á framhaldið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Fótbolti „Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Fótbolti „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Íslenski boltinn Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Enski boltinn Rooney kann enn að gera glæsimörk Enski boltinn Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Íslenski boltinn Orðlaus Sabalenka kom sá og sigraði í New York Sport Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ Draumurinn um efri hlutann úti Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni og tuttugu mínútna þrennu Alexander yngstur frá upphafi í efstu deild „Betra að segja sem minnst“ „Fannst við aldrei bogna“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Ævintýraleg endurkoma Víkinga og Valur stimplar sig út Uppgjörið og viðtöl: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin Sjá meira
Breiðablik lagði Fylki 1-2 á Floridana-vellinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum og lítið um opin marktækifæri en Blikar nýttu þau færi sem þeir fengu þó betur en Fylkismenn. Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir á 12. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Brasilíumannsins Daniel José Bamberg. Albert Brynjar Ingason jafnaði leikinn með skoti á lofti svo skömmu síðar með glæsilegu marki eftir langt innkast frá hægri sem Tonci skallaði áfram. Damir Muminovic skoraði sigurmarkið á 81. mínútu þegar boltinn fell fyrir hann í teignum eftir aukaspyrnu utan af kanti. Fylkismenn eru því stigalausir eftir tvo leiki en Blikar náðu í sín fyrstu stig í sumar.Af hverju vann Breiðablik?Breiðablik nýtti þau tækifæri sem þeir fengu betur. Sérstaklega var það sofandháttur Fylkismanna í föstum leikatriðum sem gerði útslagið en mörk Blika komu eftir hornspyrnu og aukaspyrnu utan af kanti. Fylkismenn fengu hins vegar færi og hefðu geta náð í stig í kvöld en hlutirnir féllu ekki með þeim. Albert Brynjar skaut í slánna í fyrri hálfleik og þá klúðruðu Fylkismenn dauðafæri undir lok uppbótatíma þegar þeir þvældustu hver fyrir öðrum við markteig Breiðabliks. Heilt yfir var hins vegar lítið um opin færi í leiknum og nokkuð jafnræði með liðunum út á velli. Ákveðinn vorbragur á leiknum og ójafn völlurinn hjálpaði ekki til.Þessir stóðu upp úrArnþór Ari Atlason kom sér nokkrum sinnum í ágætisfæri auk þess að skora fyrsta mark leiksins með góðum skalla, og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hinn brasilíski Bamberg var einnig lifandi í leiknum og átti nokkrar góðar rispur í leiknum. Hjá Fylki voru það einna helst Ásgeir Börkur og Albert Brynjar sem skörðu fram úr í leik Fylkis. Ásgeir Börkur var fastur fyrir á miðjunni og lét boltann ganga ágætlega á erfiðum vellinum. Þá var mark Alberts glæsilegt, þó hann hefði geta skorað fleiri.Hvað gekk illa?Föst leikatriði urðu Fylki að falli í dag. Þeir hefðu geta komið boltanum í burtu í báðum mörkum Blika en gerðu það ekki og því fór sem fór. Fylkismenn verða að bæta úr fyrir næsta leik. Hermann Hreiðarsson skipti um leikkerfi í stöðunni 1-1, og fór í 4-4-2 með Garðar Jóhannsson og Albert Brynjar Ingason upp á topp. Skömmu síðar voru Blikar komnir yfir, þó Fylkismenn hafi verið nærri því að jafna undir lokinn. Almennt var þó lítið um fína drætti í leiknum enda völlurinn erfiður viðureignar. Mikið var af löngum spyrnum fram sem varnir liðanna réðu yfirleitt auðveldlega við.Hvað gerist næst?Blikar eru komnir með 3 stig og mæta Víking Reykjavík á Kópavogsvelli á föstudaginn, þar sem bæði Jonathan Glenn og þjálfarinn Arnar Grétarsson verða komnir úr banni. Þeir ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum og eru með stigi meira en eftir tvær umferðir í fyrra. Fylkismenn eru hins vegar í vanda, stigalausir eftir tvo leiki. Þeir mæta Val á Hlíðarenda á fimmtudaginn sem einnig eru án stiga. Liðið sem tapar þeim leik verður í afar erfiðri stöðu og því mikið undir í næsta leik.Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir tvo leiki.vísir/valliHermann: Einbeytingaleysi og ódýr mörk Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur enda hans lið stigalaust eftir tvo leiki. Einkum var það varnarleikur liðsins í mörkum Breiðabliks sem ollu honum vonbrigðum. „Bara hrikalega ódýr mörk, tvö föst leikatriði, þú verður að verjast þeim ef þú ætlar að gera eitthvað,“ segir Hermann. Hann segist þó sjá framfarir í leik sinna manna. „Heilt á litið var ég rosalega ánægður með leik liðsins, þó það sé alltaf hægt að bæta sig aðeins, en það er stígandi í þessu í dag frá því í fyrsta leik.“ Hermann segir leikina tvo hafa geta farið í báðar áttir en hlutirnir hafi ekki fallið með hans mönnum. „Þetta er einbeitingaleysi, ákveðið einbeitingaleysi að fá á sig svona ódýr, bara „soft“ mörk úr föstum leikatriðum,“ segir Hermann. „Sérstaklega þetta seinna, bara hund léleg aukaspyrna og menn verða að vera vakandi, vera á tánum og vilja þetta.“ Fylkir nældi sér í 19 ára markvörð frá Reading í vikunni, Lewis Ward, sem lék sinn fyrsta leik í dag. „Hann kom þokkalega frá þessu, það reyndi svo sem ekkert á hann af viti,“ segir Hermann en bætir þó við að hann eigi eftir að horfa á leikinn aftur í heild sinni til að geta betur dæmt um framistöðu hans.Damir: Hitti boltann illa en hann fór inn„Þetta var bara fín fyrirgjöf og ég einhvern veginn náði boltanum og hitti hann illa og hann fór inn í markið,“ segir Damir Muminovic, um markið sem hann skoraði tryggði Breiðablik þrjú stig. „Mér fannst við betri í leiknum en þetta var ekkert spes fótbolti,“ segir Damir sem fannst hafði ekkert yfir vellinum að kvarta í kvöld. „Mér fannst hann ágætur, mér fannst ekkert að honum.“Kristófer: Skoða nýjan markvörð verði Gulli valinn í landsliðið„Þetta var nú ekki fallegur fótboltaleikur við svolítið erfiðar aðstæður þó veðrið hafi verið frábært, en frábært að ná sigri,“ segir Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Kristófer sagði sína menn ekki endilega hafa verið betra liðið í leiknum. „Það komu svona kaflar þar sem við náðum upp einhverju spili, þetta var mikil stöðubarátta og bæði lið að reyna að gera eitthvað, kannski bæði lið aðeins passív líka.“ Kristófer sagði að það kæmi í ljós á morgun hvort Gunnleifur Gunnlaugsson, markvörður Blika yrði valinn í landsliðið fyrir EM í sumar. Þá myndu þeir hugsanlega sækja sér nýjan markvörð. „Við verðum að sjá aðeins til,“ segir Kristófer.Albert Brynjar skoraði sitt fyrsta mark í sumar í kvöld.vísir/ernirAlbert Brynjar: Grátlegt í dag„Það voru föst leikatriði sem fóru með okkur í dag, grátlegt í dag alveg eins og í fyrsta leik. En það er stígandi í þessu hjá okkur, það er kannski það eina jákvæða,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis um leikinn. Albert segir Fylkisliðið hafa spilað boltanum sína á milli betur en í þeirra fyrsta leik. Þeir hafi þorað að halda honum og reynta að stýra spilinu. Albert, sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar í kvöld, segir hann og Hermann hafa sett markmið um ákveðinn markafjölda á fyrri hluta tímabilsins. Hann ætli þó að halda því þeirra á milli. Albert segist vera bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir stigaleysi. „Það er erfitt og leiðinlegt að vera núll stig eftir fyrstu tvo leikina, en á meðan það er stígandi í þessu hjá okkur og við höldum áfram á þessari braut þá er ég bara bjartsýnn á framhaldið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Fótbolti „Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Fótbolti „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Íslenski boltinn Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Enski boltinn Rooney kann enn að gera glæsimörk Enski boltinn Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Íslenski boltinn Orðlaus Sabalenka kom sá og sigraði í New York Sport Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ Draumurinn um efri hlutann úti Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni og tuttugu mínútna þrennu Alexander yngstur frá upphafi í efstu deild „Betra að segja sem minnst“ „Fannst við aldrei bogna“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Ævintýraleg endurkoma Víkinga og Valur stimplar sig út Uppgjörið og viðtöl: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum