Erlent

Fundi fulltrúa ESB og Kanada frestað

Atli Ísleifsson skrifar
Justin Trudeau hefur frestað för sinni til Brussel.
Justin Trudeau hefur frestað för sinni til Brussel. Vísir/AFP
Fundi fulltrúa ESB og forsætisráðherra Kanada þar sem til stóð að undirrita fríverslunarsamning aðilanna hefur verið frestað. AFP hefur þetta eftir heimildarmanni innan framkvæmdastjórnar ESB.

Fyrirhugað var að undirrita Ceta-samninginn í dag. 27 aðildarríkiu ESB styðja undirritun samningsins. Héraðsstjórnir í belgísku Vallóníu hafa hins vegar sett sig upp á móti samningnum. Þetta leiðir til að belgísk stjórnvöld, og þar með ESB geta ekki undirritað samninginn.

Samningaviðræður við héraðsstjórnirnar hafa staðið síðustu dagana og halda áfram í dag.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur hins vegar frestað fyrirhugaðri för sinni til Brussel.

„Kanada er enn reiðubúið að undirrita þennan mikilvæga samning þegar Evrópusambandið er reiðubúið,“ er haft eftir talsmanni viðskiptaráðherra Kanada, Chrystie Free.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×