Beið á hóteli í þrettán tíma en kaupin gengu ekki í gegn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. september 2016 15:15 Witsel í leik með belgíska landsliðinu á EM í sumar. Vísir/Getty Belgíski landsliðsmaðurinn Axel Witsel náði ekki að ganga til liðs við Juventus í gær eins og til stóð. Witsel er á mála hjá Zenit í St. Pétursborg í Rússlandi og flaug í gær til Tórínó þar sem hann átti að ganga undir læknisskoðun. Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð en Juventus samþykkti að kaupa kappann á 21 milljón evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna.Ítalskir fjölmiðlar greina svo frá því að leikmaðurinn hafi beðið á hóteli í þrettán klukkutíma á meðan að Juventus beið eftir því að Zenit myndi gefa grænt ljós á félagaskiptin. Rússarnir drógu þó lappirnar allan daginn en talið er að þjálfari liðsins, Mircea Lucescu, hafi ekki viljað samþykkja félagaskiptin fyrr en að Zenit væri búið að ganga á kaupum á öðrum leikmanni í staðinn. Sá leikmaður átti að vera Grikkinn Andreas Samaris, leikmaður Benfica, en þau kaup náðu ekki að ganga í gegn. Zenit samþykkti þó að lokum að leyfa Witsel að fara en þegar það var gert var búið að loka félagaskiptaglugganum á Ítalíu og of seint að ganga frá nauðsynlegri pappírsvinnu. Witsel á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Zenit og því líklegt að hann muni fara til ítölsku meistaranna án greiðslu þá. Fótbolti Tengdar fréttir Getur ekkert og er hættulegur fyrir liðin sín en samt keyptur fyrir samtals 17 milljarða David Luiz var í annað sinn keyptur á lokadegi félagaskipta til Chelsea. 1. september 2016 09:00 Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Belgíski landsliðsmaðurinn Axel Witsel náði ekki að ganga til liðs við Juventus í gær eins og til stóð. Witsel er á mála hjá Zenit í St. Pétursborg í Rússlandi og flaug í gær til Tórínó þar sem hann átti að ganga undir læknisskoðun. Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð en Juventus samþykkti að kaupa kappann á 21 milljón evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna.Ítalskir fjölmiðlar greina svo frá því að leikmaðurinn hafi beðið á hóteli í þrettán klukkutíma á meðan að Juventus beið eftir því að Zenit myndi gefa grænt ljós á félagaskiptin. Rússarnir drógu þó lappirnar allan daginn en talið er að þjálfari liðsins, Mircea Lucescu, hafi ekki viljað samþykkja félagaskiptin fyrr en að Zenit væri búið að ganga á kaupum á öðrum leikmanni í staðinn. Sá leikmaður átti að vera Grikkinn Andreas Samaris, leikmaður Benfica, en þau kaup náðu ekki að ganga í gegn. Zenit samþykkti þó að lokum að leyfa Witsel að fara en þegar það var gert var búið að loka félagaskiptaglugganum á Ítalíu og of seint að ganga frá nauðsynlegri pappírsvinnu. Witsel á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Zenit og því líklegt að hann muni fara til ítölsku meistaranna án greiðslu þá.
Fótbolti Tengdar fréttir Getur ekkert og er hættulegur fyrir liðin sín en samt keyptur fyrir samtals 17 milljarða David Luiz var í annað sinn keyptur á lokadegi félagaskipta til Chelsea. 1. september 2016 09:00 Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Getur ekkert og er hættulegur fyrir liðin sín en samt keyptur fyrir samtals 17 milljarða David Luiz var í annað sinn keyptur á lokadegi félagaskipta til Chelsea. 1. september 2016 09:00
Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn