Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 16:39 Frá vettvangi í Iðufelli, Vísir/Eyþór Árnason Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurðina í dag en samkvæmt þeim skulu bræðurnir báðir sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 9. september næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að bræðurnir hafi stofnað lífi og heilsu fólks í augljósa hættu með háttsemi sinni auk þess sem skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Byssan fannst í ruslageymslu á heimili móður bræðranna. Í greinargerð lögreglu er skotárásinni lýst af konu sem var í bílnum sem skotið var á. Er haft eftir henni að kærasti hennar hafi farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Þegar kærastinn hafi svo komið aftur að bílnum hafi konan séð annan bræðranna halda á haglabyssu sem hann beindi að kærastanum þegar hann gekk að bílnum. Hann hafi síðan skotið úr byssunni en ekki hitt kærastann hennar.Skaut einu skoti í framhurðina „Hún og unnustinn hafi síðan ekið bak við [...] þar sem kærðu og fleiri hafi komið. Hafi annar kærðu þá tekið upp byssu og beint henni að bílnum og skotið einu skoti í framhurðina, hægra megin, þar sem vitnið hafi setið, en við það hafi hliðarrúðan brotnað og vitnið fengið glerbrotin yfir sig. Segðist vitnið hafa séð þann sem skaut miða á bílinn áður en hann hafi skotið. Þau hafi ekið heim til sín eftir þetta,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hafi lýst því að það hafi ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Í greinargerð lögreglu kemur fram að fjöldi vitna lýsi því að hafa séð þegar bræðurnir hafi skotið úr byssunni. Lýsing vitna samræmist útliti og klæðaburði þeirra þetta kvöld en á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi þar sem sést þegar bræðurnir koma í verslunina fyrir skotárásina.Játaði að hafa skotið úr byssunni Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og játaði hann við skýrslutöku þann sama dag að hafa verið á vettvangi þann sama dag og skotið úr byssunni en „kvæðist hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og meðkærði hafi verið í átökum við. Í skýrslutöku þann 11. ágúst sl. hafi X aftur á móti sagt að hann og Y [innsk. blm. hinn bróðirinn] hafi farið að [...] til að hitta þar fyrir menn sem hefðu fyrr um kvöldið mætt fyrir utan heimili móður þeirra (sjá bókun í máli 007-2016-[...]). Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og kærði hafi komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann hafi notað.“ Hinn bróðirinn var svo handtekinn þann 8. ágúst en samkvæmt úrskurði héraðsdóms áréttar aðstoðarsaksóknari að af gögnum málsins megi ráða að komið hafi til átaka á milli bræðranna og hóps annars fólks: „Fram komi hjá báðum kærðu að aðilar hafi talað sig saman um að hittast við [...] og þá hafi X sagt að kærðu hefðu sammælst um að fara þangað vopnaðir kylfum og að hann hafi einnig komið fyrir afsagaðri haglabyssu skammt frá. Til átaka hafi komið milli kærðu og áður nefndra aðila fyrir utan [...] og í framhaldi hafi báðir kærðu skotið af byssunni. Þá hafi umrædd byssa fundist í ruslageymslu á heimili móður kærðu og vitni kvæðist hafa séð mann sem samsvari lýsingu um að X hafi hent byssunni þangað eftir skothvellina. Það sé mat lögreglu að með háttsemi sinni hafi kærðu í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir hafi átt í útistöðum við og annarra, en fjöldi fólks hafi verið á ferli, m.a. börn og ungmenni, og þá hafi verið skotið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Jafnframt hafi kærðu notað vopn til verksins sem búið hafi verið að eiga við með þeim hætti að eiginleikar vopnsins hafi verið hættulegri en ella. Kærðu hafi mátt vera ljós sú augljósa hætta sem gæti skapast af háttsemi þeirra.“ Bræðurnir munu því, eins og áður segir, sitja í gæsluvarðhaldi til 9. september næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Dóma Hæstaréttar má sjá hér og hér. Tengdar fréttir Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39 Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurðina í dag en samkvæmt þeim skulu bræðurnir báðir sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 9. september næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að bræðurnir hafi stofnað lífi og heilsu fólks í augljósa hættu með háttsemi sinni auk þess sem skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Byssan fannst í ruslageymslu á heimili móður bræðranna. Í greinargerð lögreglu er skotárásinni lýst af konu sem var í bílnum sem skotið var á. Er haft eftir henni að kærasti hennar hafi farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Þegar kærastinn hafi svo komið aftur að bílnum hafi konan séð annan bræðranna halda á haglabyssu sem hann beindi að kærastanum þegar hann gekk að bílnum. Hann hafi síðan skotið úr byssunni en ekki hitt kærastann hennar.Skaut einu skoti í framhurðina „Hún og unnustinn hafi síðan ekið bak við [...] þar sem kærðu og fleiri hafi komið. Hafi annar kærðu þá tekið upp byssu og beint henni að bílnum og skotið einu skoti í framhurðina, hægra megin, þar sem vitnið hafi setið, en við það hafi hliðarrúðan brotnað og vitnið fengið glerbrotin yfir sig. Segðist vitnið hafa séð þann sem skaut miða á bílinn áður en hann hafi skotið. Þau hafi ekið heim til sín eftir þetta,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hafi lýst því að það hafi ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Í greinargerð lögreglu kemur fram að fjöldi vitna lýsi því að hafa séð þegar bræðurnir hafi skotið úr byssunni. Lýsing vitna samræmist útliti og klæðaburði þeirra þetta kvöld en á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi þar sem sést þegar bræðurnir koma í verslunina fyrir skotárásina.Játaði að hafa skotið úr byssunni Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og játaði hann við skýrslutöku þann sama dag að hafa verið á vettvangi þann sama dag og skotið úr byssunni en „kvæðist hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og meðkærði hafi verið í átökum við. Í skýrslutöku þann 11. ágúst sl. hafi X aftur á móti sagt að hann og Y [innsk. blm. hinn bróðirinn] hafi farið að [...] til að hitta þar fyrir menn sem hefðu fyrr um kvöldið mætt fyrir utan heimili móður þeirra (sjá bókun í máli 007-2016-[...]). Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og kærði hafi komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann hafi notað.“ Hinn bróðirinn var svo handtekinn þann 8. ágúst en samkvæmt úrskurði héraðsdóms áréttar aðstoðarsaksóknari að af gögnum málsins megi ráða að komið hafi til átaka á milli bræðranna og hóps annars fólks: „Fram komi hjá báðum kærðu að aðilar hafi talað sig saman um að hittast við [...] og þá hafi X sagt að kærðu hefðu sammælst um að fara þangað vopnaðir kylfum og að hann hafi einnig komið fyrir afsagaðri haglabyssu skammt frá. Til átaka hafi komið milli kærðu og áður nefndra aðila fyrir utan [...] og í framhaldi hafi báðir kærðu skotið af byssunni. Þá hafi umrædd byssa fundist í ruslageymslu á heimili móður kærðu og vitni kvæðist hafa séð mann sem samsvari lýsingu um að X hafi hent byssunni þangað eftir skothvellina. Það sé mat lögreglu að með háttsemi sinni hafi kærðu í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir hafi átt í útistöðum við og annarra, en fjöldi fólks hafi verið á ferli, m.a. börn og ungmenni, og þá hafi verið skotið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Jafnframt hafi kærðu notað vopn til verksins sem búið hafi verið að eiga við með þeim hætti að eiginleikar vopnsins hafi verið hættulegri en ella. Kærðu hafi mátt vera ljós sú augljósa hætta sem gæti skapast af háttsemi þeirra.“ Bræðurnir munu því, eins og áður segir, sitja í gæsluvarðhaldi til 9. september næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Dóma Hæstaréttar má sjá hér og hér.
Tengdar fréttir Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39 Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39
Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22