Innlent

Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar.
Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. Vísir/Eyþór Árnason
Bíllinn, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í tengslum við rannsókn hennar á skotárásinni í Breiðholti í gærkvöld, er kominn í leitirnar, en bíllinn fannst í hverfinu.

Bíllinn sem um ræðir er rauður Toyota Yaris en skotið var að bílnum. Lögregla hefur náð sambandi við þá sem voru í bílnum en veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fyrr í dag var greint frá því að tveir væru í haldi lögreglunnar í kjölfar aðgerða hennar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Fellahverfi í Breiðholti í gærkvöld og nótt.

Um er að ræða karl og konu, en maðurinn er grunaður um að vera annar tveggja sem stóð að skotárásinni. Lögregla leitar enn að einum sem talinn er vera viðriðinn málið.

Vitni segja að hópur manna, allt að 30-50, hafði safnast saman fyrir utan söluturninn í Iðufelli í gær og þar hafi verið mikil um læti áður en heljarinnar slagsmál brutust út.

Hópurinn dreifðist í allar áttir eftir að skotið var tveimur skotum úr haglabyssu í átt að bifreið. Lögregla mætti á svæðið stuttu síðar og hafa sérsveitarmenn og lögreglumenn leitað á svæðinu að byssumanninum og öðrum sem komu að áf


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×