Innlent

Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði gaumgæfilega að mönnunum sem grunaðir eru um skotárásina í Fellahverfi.
Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði gaumgæfilega að mönnunum sem grunaðir eru um skotárásina í Fellahverfi. Vísir/Eyþór Árnason
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að allir þeir sem telja sig hafa vitneskju um skotárásina sem átti sér stað í Breiðholti síðastliðinn föstudag, eiga myndir af vettvangi eða myndbandsupptökur að setja sig í samband við lögreglu í síma 444-1000, með því að senda tölvupóst (abending@lrh.is) eða með því að senda einkaskilaboð í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Þó séu enn nokkur atriði sem eru óljós og biðlar lögreglan því til almennings um aðstoð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×