Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 15:30 Benteke sýndi mikið öryggi á vítapunktinum. Vísir/Getty Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Belginn kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og á fjórðu mínútu í uppbótartíma braut Damien Delaney klaufalega á honum innan vítateigs og Andre Mariner, dómari leiksins, benti á punktinn. Benteke tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool öll stigin þrjú. Með sigrinum komust lærisveinar Jürgens Klopp upp í 7. sæti deildarinnar. Á meðan Liverpool hefur unnið þrjá leiki í röð gengur ekkert hjá Palace sem hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 19. desember á síðasta ári. Lærisveinar Alans Pardew eru í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, níu stigum frá fallsæti. Palace-menn voru í kjörstöðu til að vinna langþráðan sigur en köstuðu þeim möguleika frá sér í seinni hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir með föstu skoti á 48. mínútu og eftir rúman klukkutíma fauk James Milner af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. En brottvísunin hleypti nýju lífi í lið Liverpool sem spilaði mun betur einum færri en þegar jafnt var í liðum. Á 72. mínútu átti Alex McCarthy, markvörður Palace, skelfilegt útspark, beint á Roberto Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin í 1-1. Þetta var áttunda deildarmark Firminos en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Alberto Moreno var svo hársbreidd frá því koma Liverpool yfir en skot Spánverjans small í stönginni. Í uppbótartíma var svo komið að þætti Benteke eins og áður sagði.Crystal Palace 1-0 Liverpool Milner sendur í sturtu Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool Enski boltinn Mest lesið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sjá meira
Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Belginn kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og á fjórðu mínútu í uppbótartíma braut Damien Delaney klaufalega á honum innan vítateigs og Andre Mariner, dómari leiksins, benti á punktinn. Benteke tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool öll stigin þrjú. Með sigrinum komust lærisveinar Jürgens Klopp upp í 7. sæti deildarinnar. Á meðan Liverpool hefur unnið þrjá leiki í röð gengur ekkert hjá Palace sem hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 19. desember á síðasta ári. Lærisveinar Alans Pardew eru í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, níu stigum frá fallsæti. Palace-menn voru í kjörstöðu til að vinna langþráðan sigur en köstuðu þeim möguleika frá sér í seinni hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir með föstu skoti á 48. mínútu og eftir rúman klukkutíma fauk James Milner af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. En brottvísunin hleypti nýju lífi í lið Liverpool sem spilaði mun betur einum færri en þegar jafnt var í liðum. Á 72. mínútu átti Alex McCarthy, markvörður Palace, skelfilegt útspark, beint á Roberto Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin í 1-1. Þetta var áttunda deildarmark Firminos en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Alberto Moreno var svo hársbreidd frá því koma Liverpool yfir en skot Spánverjans small í stönginni. Í uppbótartíma var svo komið að þætti Benteke eins og áður sagði.Crystal Palace 1-0 Liverpool Milner sendur í sturtu Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sjá meira