Enski boltinn

Man. Utd náði ekki að vinna fyrir Juliu Roberts | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Julia fer úr skónum til að finna fyrir grasinu í leikhúsi draumanna.
Julia fer úr skónum til að finna fyrir grasinu í leikhúsi draumanna. vísir/getty
Óskarsverðlaunahafinn Julia Roberts var mætt á Old Trafford í gær til þess að sjá Man. Utd spila við West Ham.

Nærvera hennar hjálpaði Man. Utd nákvæmlega ekki neitt því liðið gerði 1-1 jafntefli.

Eftir leikinn fékk Julia að spóka sig um grasið á vellinum ásamt börnum sínum. Þau virtust skemmta sér konunglega.

Miðjumaður United, Michael Carrick, mætti svo til að spjalla við leikkonuna og Coleen Rooney, eiginkona Wayne, tók einnig létt spjall við hana.

Krakkarnir hennar Juliu skemmtu sér konunglega á vellinum. Mamma myndaði allt. Hvað annað?vísir/getty
Coleen Rooney spjallar við Juliu. Líklega um tísku. Nú eða fjölskyldulífið.vísir/getty
Heyrðu, varst þú ekki að spila áðan? Julia heilsar upp á Michael Carrick.vísir/getty
Julia stillir upp í mynd með vinkonu sinni.vísir/getty

Tengdar fréttir

Mourinho rekinn upp í stúku

Jose Mourinho var rekinn upp í stúku af Jonathan Moss dómara í leiknum gegn West Ham sem nú er í gangi í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×