„Við munum deila. Það er ekki hægt að segja annað. Spurningin er hins vegar sú, munum við geta sameinast um þau grunngildi sem flokkur okkar byggir á,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hann bætti við að svarið við þeirri spurningu væri já.
Ryan hefur áður sagt að hann geti ekki stutt við bakið á Trump, en frambjóðandanum hefur tekist að móðga fjölmarga í kosningabaráttu sinni. Trump hefur þó einnig fengið fleiri atkvæði en nokkur annar frambjóðandi Repúblikana á sama tímabili.
Great day in D.C. with @SpeakerRyan and Republican leadership. Things working out really well! #Trump2016 pic.twitter.com/hfHY9MdAc7
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2016