Obama herðir eftirlit með skotvopnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2016 07:00 Barack Obama kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP „Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél. Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
„Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél.
Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira