Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2016 21:00 Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru báðir vængstýfðir, annar vegar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að Evrópusambandinu og hins vegar vegna afturhvarfs til fortíðar, að mati stjórnmálaskýranda. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti klofið Íhaldsflokkinn varanlega. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild eða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hinn 23. júní næst komandi. Töluverð andstaða hefur kraumað undir niðri með aðild Breta að Evrópusambandinu undanfarin ár, sérstaklega hægra megin í stjórnmálunum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 23. júní má segja að David Cameron forsætisráðherra sé að reyna að slá á þessa umræðu. Það er hins vegar ekki víst að honum verði kápan úr því klæðinu að mati Adam Boulton aðal stjórnmálaskýranda Sky fréttastofunnar sem við ræddum við í vikunni. „Ef svo ólíklega fer að Bretar samþykki að segja sig úr Evrópusambandinu eru þeir til innan Íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clark fyrrverandi háttsettur ráðherra; sem hafa sagt að David Cameron muni ekki endast í fimm mínútur í leiðtogasætinu. Hann yrði að fara,“ segir Boulton. Þá hafi margir háttsettir innan flokksins látið slík fúkyrði frá sér um frammistöðu Cameron að þeir ættu erfitt með að draga þau ummæli til baka.Boris bíður brattur á hliðarlínunni Fari svo að Bretar ákveða að yfirgefa ESB bíður Boris Johnson, borgarstjórinn í Lundúnum, meira en viljugur á hliðarlínunni til að taka að sér forystuna í Íhaldsflokknum. Hann hefur gagnrýnt harðlega hvað Cameron fékk lítið út úr samningum við Evrópusambandið um ný skilyrði fyrir aðild Breta. „Við vildum endurbætur á Evrópudómstólnum þannig að hann hætti afskiptum af afbrotamálum, við vildum ítarlegar breytingar á helstu sjóðum sambandsins og sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Við vildum að afskiptum ESB af félags- og atvinnumálum Breta yrði hætt. En við fengum algerlega ekkert og ef við höldum aðildinni á fram þurfum við áfram að eiga við þessa fyrirlitlegu framkomu,“ sagði Johnson í viðtali við Sky fréttastofuna í síðustu viku. Það má því segja að pólitískt gæfuhjól David Cameron sé á miklum snúningi þessar vikurnar. En niðurstaða evrópusambandskosninganna hefur þó ekki áhrif á pólitíska framtíð hans þar sem hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til leiðtogaembættisins. Adam Boulton telur þó líkur á að Cameron fengi ekki mikinn frið í leiðtogasætinu fram að næstu þingkosningum árið 2020 þótt hann ynni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann yrði vængstýfður, eða lame duck, eins og það er kallað á enskunni. „Og David Cameron trúir því sjálfur að næsti leiðtogi flokksins komi úr röðum andstæðra sjónarmiða en hans, þeirra sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Sem að sjálfsögðu eru slæmar fréttir fyrir þann sem Cameron vill að taki við af honum, George Osborne fjármálaráðherra,“ segir Boulton.Verkamannaflokkurinn logar stafnanna á milli „Hver sem niðurstaðan verður gætum við séð verða til bandalag í breskum stjórnmálum milli hægri arms breska Íhaldsflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) annars vegar með Cameron sem leiðtoga hógværari afla inn á miðjunni hins vegar. Það er ekki hægt að útiloka þetta þótt stóru flokkunum hafi sögulega séð tekist að lifa af klofning innan sinna raða,“ bætir Boulton við. Þá sé ástandið litlu skárra í Verkamannaflokknum þar sem Jeremy Corbyn, hafi verið kjörinn nýr róttækur leiðtogi með 80 til 90 prósent þingflokksins á móti sér. „Verkamannaflokkurinn logar nú þegar stafnanna á milli í eins konar borgarastyrjöld. Þannig að íhaldið er klofið vegna Evrópu og Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til arfleifðar Tony Blair og það eru engin teikn á lofti um að evrópukosningarnar muni sameina þessar ólíku fylkingar innan flokkanna,“ segir Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky New. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru báðir vængstýfðir, annar vegar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að Evrópusambandinu og hins vegar vegna afturhvarfs til fortíðar, að mati stjórnmálaskýranda. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti klofið Íhaldsflokkinn varanlega. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild eða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hinn 23. júní næst komandi. Töluverð andstaða hefur kraumað undir niðri með aðild Breta að Evrópusambandinu undanfarin ár, sérstaklega hægra megin í stjórnmálunum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 23. júní má segja að David Cameron forsætisráðherra sé að reyna að slá á þessa umræðu. Það er hins vegar ekki víst að honum verði kápan úr því klæðinu að mati Adam Boulton aðal stjórnmálaskýranda Sky fréttastofunnar sem við ræddum við í vikunni. „Ef svo ólíklega fer að Bretar samþykki að segja sig úr Evrópusambandinu eru þeir til innan Íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clark fyrrverandi háttsettur ráðherra; sem hafa sagt að David Cameron muni ekki endast í fimm mínútur í leiðtogasætinu. Hann yrði að fara,“ segir Boulton. Þá hafi margir háttsettir innan flokksins látið slík fúkyrði frá sér um frammistöðu Cameron að þeir ættu erfitt með að draga þau ummæli til baka.Boris bíður brattur á hliðarlínunni Fari svo að Bretar ákveða að yfirgefa ESB bíður Boris Johnson, borgarstjórinn í Lundúnum, meira en viljugur á hliðarlínunni til að taka að sér forystuna í Íhaldsflokknum. Hann hefur gagnrýnt harðlega hvað Cameron fékk lítið út úr samningum við Evrópusambandið um ný skilyrði fyrir aðild Breta. „Við vildum endurbætur á Evrópudómstólnum þannig að hann hætti afskiptum af afbrotamálum, við vildum ítarlegar breytingar á helstu sjóðum sambandsins og sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Við vildum að afskiptum ESB af félags- og atvinnumálum Breta yrði hætt. En við fengum algerlega ekkert og ef við höldum aðildinni á fram þurfum við áfram að eiga við þessa fyrirlitlegu framkomu,“ sagði Johnson í viðtali við Sky fréttastofuna í síðustu viku. Það má því segja að pólitískt gæfuhjól David Cameron sé á miklum snúningi þessar vikurnar. En niðurstaða evrópusambandskosninganna hefur þó ekki áhrif á pólitíska framtíð hans þar sem hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til leiðtogaembættisins. Adam Boulton telur þó líkur á að Cameron fengi ekki mikinn frið í leiðtogasætinu fram að næstu þingkosningum árið 2020 þótt hann ynni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann yrði vængstýfður, eða lame duck, eins og það er kallað á enskunni. „Og David Cameron trúir því sjálfur að næsti leiðtogi flokksins komi úr röðum andstæðra sjónarmiða en hans, þeirra sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Sem að sjálfsögðu eru slæmar fréttir fyrir þann sem Cameron vill að taki við af honum, George Osborne fjármálaráðherra,“ segir Boulton.Verkamannaflokkurinn logar stafnanna á milli „Hver sem niðurstaðan verður gætum við séð verða til bandalag í breskum stjórnmálum milli hægri arms breska Íhaldsflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) annars vegar með Cameron sem leiðtoga hógværari afla inn á miðjunni hins vegar. Það er ekki hægt að útiloka þetta þótt stóru flokkunum hafi sögulega séð tekist að lifa af klofning innan sinna raða,“ bætir Boulton við. Þá sé ástandið litlu skárra í Verkamannaflokknum þar sem Jeremy Corbyn, hafi verið kjörinn nýr róttækur leiðtogi með 80 til 90 prósent þingflokksins á móti sér. „Verkamannaflokkurinn logar nú þegar stafnanna á milli í eins konar borgarastyrjöld. Þannig að íhaldið er klofið vegna Evrópu og Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til arfleifðar Tony Blair og það eru engin teikn á lofti um að evrópukosningarnar muni sameina þessar ólíku fylkingar innan flokkanna,“ segir Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky New.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira