Þessi blaðamannafundurinn var þó með öðru sniði en venjulega því það voru bandarískir krakkar sem spurðu Klopp spjörunum úr.
Sjá einnig: Klopp: Þetta er núna mitt lið
Þjóðverjinn var m.a. spurður hvort hann gæti tekið dansinn sem Daniel Sturridge tekur alltaf þegar hann skorar.
Klopp tók vel í beiðnina og byrjaði að dansa. Það vakti mikla kátínu hjá krökkunum og fljótlega byrjuðu þau að dansa líka.
Það verður þó að segjast að Klopp er líklega betri þjálfari en dansari þótt tilraunin hafi verið góð eins og sjá má hér að neðan.
We could watch this again and again...
— Liverpool FC (@LFC) July 30, 2016
And we plan to!
Jürgen Klopp does the @DanielSturridge dance!https://t.co/t3LMzb2nLP