Stjórnvöld Bashar al-Assad og regnhlífarnefnd hinna fjölmörgu uppreisnarhópa í Sýrlandi hafa samþykkt vopnahléstillögur Rússa og Bandaríkjanna. Alþjóðasamfélagið vonast til þess að vopnahléið geti fengið deiluaðila aftur að samningaborðinu og mögulega binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi.
Vopnahléið á að taka gildi á laugardaginn, en margar spurningar eru uppi um framkvæmd þess. Það nær ekki til Íslamska ríkisins, Nusra front (deildar Al-Qaeda) og aðra vígahópa. Stjórnarherinn í Sýrlandi mun fara yfir hvaða hópa eigi að ráðast áfram á á næstu dögum.
Samkvæmt AP fréttaveitunni er einnig ekkert sagt til í samningunum varðandi vopnahléið um hvernig eigi að bera kennsl á rof á vopnahléinu né hvernig eigi að refsa fyrir slíkt.
Þá sagði talsmaður Kúrda í Sýrlandi að fylking hans myndi ekki fylgja vopnahléinu, því þær væru að berjast gegn ISIS. Ef þeir væru að berjast gegn hernum eða uppreisnarhópum, myndu þeir fylgja vopnahléinu.

