Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 17:29 Angela Merkel hefur að undanförfnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. Vísir/Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi frá Sýrlandi og Írak til Þýskalands þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu. Hefur Merkel þurft að standa andspænis gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar sinnnar varðandi straum flóttamanna til Þýskalands en hún hefur neitað að loka landamærum Þýskalands eða setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma inn í landið. Hefur hún þó þurft að herða á reglum sem gilda um innflytjendur og hælisleitendur.Sjá einnig: Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnarMerkel var stödd á flokksfundi og lét hafa eftir sér að mikilvægt væri að hafa í huga að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi til Þýskalands að undanförnu þyrftu að snúa aftur til síns heima. „Við þurfum að segja að flóttamennirnir verða hér aðeins tímabundið,“ sagði Merkel. „Þegar kominn er á friður í Sýrlandi, þegar ISIS hefur verið sigrað, búumst við því að þetta fólk muni núa aftur til síns heima“. Benti Merkel á þá staðreynd að meirihluti þeirra flóttamanna sem komu til Þýskalands á tíunda áratug síðustu aldar frá ríkjum Balkan-skaga hafi snúið aftur til heimalanda sinna.Sjá einnig: Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“Stuðningur við ríkistjórn hennar hefur dvínað að undanförnu vegna áhyggja fólks um hvernig takist til að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem komið hafa til Þýskalands. Talið er allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi komið til landsins undanfarin misseri. Þrýstingur á Merkel að grípa til aðgerða hefur aukist eftir að innflytjendur létu til skarar skríða gegn konum í Köln á nýársnótt. Hefur stuðning við hægri flokka sem vilja taka harðar á innflytjendamálum aukist að undanförnu. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi frá Sýrlandi og Írak til Þýskalands þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu. Hefur Merkel þurft að standa andspænis gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar sinnnar varðandi straum flóttamanna til Þýskalands en hún hefur neitað að loka landamærum Þýskalands eða setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma inn í landið. Hefur hún þó þurft að herða á reglum sem gilda um innflytjendur og hælisleitendur.Sjá einnig: Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnarMerkel var stödd á flokksfundi og lét hafa eftir sér að mikilvægt væri að hafa í huga að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi til Þýskalands að undanförnu þyrftu að snúa aftur til síns heima. „Við þurfum að segja að flóttamennirnir verða hér aðeins tímabundið,“ sagði Merkel. „Þegar kominn er á friður í Sýrlandi, þegar ISIS hefur verið sigrað, búumst við því að þetta fólk muni núa aftur til síns heima“. Benti Merkel á þá staðreynd að meirihluti þeirra flóttamanna sem komu til Þýskalands á tíunda áratug síðustu aldar frá ríkjum Balkan-skaga hafi snúið aftur til heimalanda sinna.Sjá einnig: Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“Stuðningur við ríkistjórn hennar hefur dvínað að undanförnu vegna áhyggja fólks um hvernig takist til að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem komið hafa til Þýskalands. Talið er allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi komið til landsins undanfarin misseri. Þrýstingur á Merkel að grípa til aðgerða hefur aukist eftir að innflytjendur létu til skarar skríða gegn konum í Köln á nýársnótt. Hefur stuðning við hægri flokka sem vilja taka harðar á innflytjendamálum aukist að undanförnu.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira