Ragnar, sem leikur með Krasnodar í Rússlandi, skoraði jöfnunarmark Íslendinga á 6. mínútu, átti tæklingu mótsins og var frábær í hjarta íslensku varnarinnar í sínum sextugasta landsleik.
Ragnar var hæstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis, var valinn maður leiksins af UEFA og samkvæmt vefsíðunni WhoScored var hann besti maður vallarins gegn Englandi.
Vefsíðan WhoScored.com heldur utan um tölfræði mótsins og gefur leikmönnum einkunn byggða á frammistöðu þeirra í ýmsum tölfræðiþáttum.
Ragnar fékk 8,92 í einkunn hjá WhoScored fyrir leikinn í gær en enginn varnarmaður fékk hærri einkunn í leikjunum átta í 16-liða úrslitunum. Og Árbæingurinn var að sjálfsögðu í úrvalsliði 16-liða úrslitanna hjá WhoScored.
Ragnar Sigurdsson: MotM vs England @footballicelandpic.twitter.com/HVGOzyDx1zRagnar vann þrjár tæklingar í leiknum í Nice í gær, náði boltanum fimm sinnum, vann fjögur skallaeinvígi og hreinsaði 10 sinnum frá marki Íslands, auk þess sem hann skoraði jöfnunarmarkið dýrmæta.
— WhoScored.com (@WhoScored) June 27, 2016
Þetta er í þriðja sinn á EM sem Íslendingar eiga fulltrúa í úrvalsliði WhoScored.
Hannes Þór Halldórsson var valinn í úrvalslið 1. umferðar riðlakeppninnar fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal og Kári Árnason, félagi Ragnars í hjarta íslensku varnarinnar, var í úrvalsliði 3. umferðar fyrir spilamennsku sína í sigrinum á Austurríki.
Úrvalslið 16-liða úrslitanna að mati WhoScored má sjá hér að neðan.
Euro 2016 Round of 16 - Best XI pic.twitter.com/rBm9jUSf6N
— WhoScored.com (@WhoScored) June 28, 2016