Southgate og Hoddle líklegastir til að taka við enska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2016 12:33 Næstu landsliðsþjálfarar Englands? vísir/epa/getty Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær. Southgate hefur þjálfað enska U-21 ára liðið frá 2013 en hann var áður knattspyrnustjóri Middlesbrough.Sjá einnig: The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Næstur á blaði hjá veðbönkum er Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 58 ára gamall, hefur ekki stýrt liði frá 2006 þegar hann hætti hjá Wolves. Síðan þá hefur Hoddle rekið knattspyrnuakademíu á Spáni og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, er þriðji líklegasti kosturinn í landsliðsþjálfarastarfið samkvæmt veðbönkum og Alan Shearer, sem hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, sá fjórði.Shearer er ofarlega á lista veðbanka yfir næsta landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir afar takmarkaða reynslu af þjálfun.vísir/gettySjálfur vill Shearer sjá Southgate og Hoddle taka við enska landsliðinu. „Hoddle er frábær þjálfari sem hefur enn margt að bjóða,“ sagði Shearer sem lék undir stjórn Hoddles í landsliðinu. Honum líst líka vel á Southgate. „Þetta snýst um að hafa leiðtoga og Southgate er klárlega svoleiðis týpa, líkt og Hoddle sem var frábær fyrir England.“Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband Harry Redknapp, sem var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna 2012, er ekki jafn spenntur fyrir Southgate. „Af hverju ætti hann að vera ofar á lista en stjórar sem hafa sannað sig eins og Steve Bruce og Sam Allardyce?“ sagði Redknapp. „Ég kann vel við Southgate, hann er frábær náungi, en hvað hefur hann afrekað?“ bætti Redknapp við en hann hefur ekki mikla trú á að enska knattspyrnusambandið finni rétta manninn í starf næsta landsliðsþjálfara. Hann stakk hins vegar upp á Tim Sherwood í starfið. „Hann hefur ástríðu og áhuga. Hann er ungur, fullur af orku og þekkir leikinn,“ sagði Redknapp en Sherwood var rekinn frá Aston Villa í lok október 2015. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær. Southgate hefur þjálfað enska U-21 ára liðið frá 2013 en hann var áður knattspyrnustjóri Middlesbrough.Sjá einnig: The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Næstur á blaði hjá veðbönkum er Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 58 ára gamall, hefur ekki stýrt liði frá 2006 þegar hann hætti hjá Wolves. Síðan þá hefur Hoddle rekið knattspyrnuakademíu á Spáni og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, er þriðji líklegasti kosturinn í landsliðsþjálfarastarfið samkvæmt veðbönkum og Alan Shearer, sem hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, sá fjórði.Shearer er ofarlega á lista veðbanka yfir næsta landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir afar takmarkaða reynslu af þjálfun.vísir/gettySjálfur vill Shearer sjá Southgate og Hoddle taka við enska landsliðinu. „Hoddle er frábær þjálfari sem hefur enn margt að bjóða,“ sagði Shearer sem lék undir stjórn Hoddles í landsliðinu. Honum líst líka vel á Southgate. „Þetta snýst um að hafa leiðtoga og Southgate er klárlega svoleiðis týpa, líkt og Hoddle sem var frábær fyrir England.“Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband Harry Redknapp, sem var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna 2012, er ekki jafn spenntur fyrir Southgate. „Af hverju ætti hann að vera ofar á lista en stjórar sem hafa sannað sig eins og Steve Bruce og Sam Allardyce?“ sagði Redknapp. „Ég kann vel við Southgate, hann er frábær náungi, en hvað hefur hann afrekað?“ bætti Redknapp við en hann hefur ekki mikla trú á að enska knattspyrnusambandið finni rétta manninn í starf næsta landsliðsþjálfara. Hann stakk hins vegar upp á Tim Sherwood í starfið. „Hann hefur ástríðu og áhuga. Hann er ungur, fullur af orku og þekkir leikinn,“ sagði Redknapp en Sherwood var rekinn frá Aston Villa í lok október 2015.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira