Fótbolti

The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Núll og nix.
Núll og nix. vísir/afp
Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær.

Margir tala um versta og mest niðurlægjandi tap í sögu enska landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í útsláttarkeppni á stórmóti í 10 ár.

Sjá einnig: Englendingar kalla þetta versta tapið frá upphafi

Einkunnagjöf The Times fyrir leikinn var táknræn en allir leikmenn Englands fengu núll í einkunn fyrir sína frammistöðu. Það er því óhætt að segja að lítil ánægja hafi verið með spilamennsku enska liðsins í gær.

Á blaðamannafundi eftir leikinn tilkynnti Roy Hodgson að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Leit að eftirmanni hans stendur nú yfir.

Sjá einnig: „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna

Einkunnagjöf The Times og rökstuðning fyrir henni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×