Fótbolti

Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok

Bjarki Ármannsson skrifar
Gleðin var skiljanlega mikil hjá landsliðsmönnunum okkar og fjölskyldum þeirra.
Gleðin var skiljanlega mikil hjá landsliðsmönnunum okkar og fjölskyldum þeirra.
Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að í gærkvöldi vann íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigur á Englendingum í útsláttarkeppni Evrópumótsins í Frakklandi.

Sigurinn kostaði Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englendinga, starf sitt en tryggir okkar mönnum leik gegn Frökkum í átta liða úrslitum í París á sunnudag.

Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil í leikslok í gær en einn áhorfandi náði þessu myndskeiði af landsliðsmönnum Íslands að fagna með vinum og fjölskyldu í stúkunni eftir leikinn.

Ekta gæsahúðarmyndband sem óhætt er að mæla með fyrir þá sem fá ekki nóg af sigurvímunni.


Tengdar fréttir

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.