Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, er ekki viss um að Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sé búinn að finna réttu blönduna inni á miðju liðsins.
Michael Præst, Finnur Orri Margeirsson og Pálmi Rafn Pálmason hafa spilað saman inni á miðjunni í tveimur síðustu leikjum KR, gegn FH og Stjörnunni, en Arnar er ekki viss um þetta sé rétta samsetningin.
Sjá einnig: Ertu sammála strákunum í Pepsi-mörkunum sem vildu frá rautt á þetta? | Myndband
„Talandi um Finn, Pálma og Præst, þá er ég ekki viss um að þetta sé rétta blandan inni á miðjunni. Mér finnst þeir allir vera fyrir hvorum öðrum,“ sagði Arnar í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Hann vill sjá meira til Finns Orra sem er á sínu fyrsta tímabili hjá KR.
„Ég vil setja aðeins meiri kröfur á Finn Orra sem er hörkuleikmaður. En ef hann á spila þessa stöðu, fyrir framan Præst, sem svokölluð „átta“, verðum við að gera meiri kröfur á að hann komi sér oftar í færi til að skora og eiga úrslitasendingar,“ bætti Arnar við en Finnur Orri hefur ekki skorað í þeim 143 leikjum sem hann hefur leikið í efstu deild á Íslandi.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Arnar: Geri meiri kröfur til Finns Orra | Myndband
Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd
Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum.

Fjórir leikir verða sýndir beint í 9. umferðinni | Búið að ákveða fleiri sjónvarpsleiki
Hraðmótshluta Pepsi-deildar karla lýkur fyrir EM í Frakklandi en nú er búið að ákveða hvaða leikir verða sýndir beint á sportstöðvum 365 þegar Pepsi-deildin fer aftur af stað eftir Evrópumótið.