Barcelona komst upp fyrir Manchester United á peningalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 17:30 Lionel Messi. Vísir/EPA Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3) Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3)
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira